Enn frestast olíusamráðsmálið

reuters

Fyrirtaka í hinu upphaflega olíusamráðsmáli fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær.

Að sögn Heimis Arnar Herbertssonar, lögmanns Samkeppniseftirlitsins, var málinu frestað enn um sinn enda tveggja matsgerða beðið. Málið sem verið hefur til meðferðar héraðsdóms frá haustinu 2005 verður þó eflaust flutt á árinu, en hvorumegin við sumarfrí dómstólsins er óvíst.

Samkeppniseftirlitið komst að þeirri niðurstöðu í október 2004 að olíufélögin þrjú hefðu gerst sek um verðsamráð á árunum 1993 til 2001. Félögin kærðu niðurstöðuna til áfrýjunarnefndar samkeppnismála sem lækkaði sektirnar og dæmdi olíufélögin til að greiða samtals 1.505 milljónir í sekt. Haustið 2005 höfðu olíufélögin ESSO (Ker), Olís og Skeljungur öll þingfest mál sín á hendur Samkeppniseftirlitinu þar sem gerð var sú krafa að úrskurður áfrýjunarnefndar samkeppnismála um samráð olíufélaganna yrði ógiltur eða sektir lækkaðar.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert