Fyrstu hákarlarnir í land

Hákarlarnir komnir á pallbílinn.
Hákarlarnir komnir á pallbílinn. Jón Guðbjörn Guðjónsson

Jón Eiríksson frá Víganesi á Ströndum kom með að landi í gær í Norðurfirði með þrjá hákarla sem hann fékk á hákarlalóðir. Hákarlinn verður verkaður til neyslu fyrir þorrablót á næsta ári.

Sæmilegt veður var í gær þegar Jón athugað með lóðirnar og voru þrír hákarlar komnir á. Þetta voru sæmilega stórir hákarlar allt frá 500 kg til 700 kg.

Jón segir þetta lofa góðu um hákarlagengd á miðum úti fyrir Ströndum og segist vonast til að fá fleiri hákarla enn í fyrra. Jón verkar hákarlinn allan sjálfur og selur í heilum lykkjum eða í kílóavís, enda er hákarlinn mjög vinsæll hjá honum. Hann segist vona að fiskist nóg því eftirspurnin eftir góðum hákarli sé mikil.

Báturinn Snorri ST-24 og Jón Eiríksson í skutnum.
Báturinn Snorri ST-24 og Jón Eiríksson í skutnum. Jón Guðbjörn Guðjónsson
mbl.is

Bloggað um fréttina