Icesave samþykkt í næstu viku

Össur ásamt Audronius Azubalis, utanríkisráðherra Litháens.
Össur ásamt Audronius Azubalis, utanríkisráðherra Litháens.

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra telur að Icesave frumvarpið verði samþykkt í næstu viku. Þetta kom fram á blaðamannafundi sem haldinn var eftir fund Össurar með Audronius Azubalis utanríkisráðherra Litháen í Vilníus í dag.

Fréttastofan Reuters greinir frá því að Össur hafi einnig verið spurður hvort hann teldi að forsetinn myndi vísa málinu aftur til þjóðarinnar líkt og hann gerði í fyrra. Össur kvaðst telja það ólíklegt að svo mikill ágreiningur rísi um málið að forsetinn telji nauðsynlegt að hugleiða þjóðaratkvæðagreiðslu. Hann sagði það þó vera skýlausan rétt forsetans samkvæmt stjórnarskránni.

Í frétt Reuters segir einnig að samþykkt Icesave-samkomulagsins sé mikilvæg fyrir inngöngu Íslands í Evrópusambandið. Össur kvaðst telja að aðild Íslands að ESB muni ráðast af fiskveiðimálum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert