Fjarverandi vitni frestaði aðalmeðferð

Frá Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun.
Frá Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Sigurgeir Sigurðsson

Vitni sem ekki náðist í, en þótti nauðsynlegt að taka skýrslu af, varð þess valdandi að ekki náðist að klára aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Andra Vilhelm Guðmundssyni í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Gefin verður út vitnakvaðning og ef henni er ekki svarað verður viðkomandi handtekinn.

Um er að ræða vitni tengt hinum ákærða í málinu. Það hafði verið boðað til að mæta en skilaði sér ekki í dómsal. Tilraunir voru gerðar til að ná í vitnið en án árangurs. Þegar fullreynt hafði verið að ná í vitnið var ákveðið að hringja í móður þess, en um er að ræða 22 ára karlmann. Móðir hans tjáði settum saksóknara að maðurinn hefði skráð hjá sér vitlausan dag. Ekki náðist þó í hann.

Af þessum sökum, og þeirri ástæðu að verjandi Andra Vilhelms, Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, vildi ómögulega sleppa skýrslutöku yfir vitninu þurfti að fresta aðalmeðferð.

Alvarleikinn ljós frá upphafi

Eftir hádegið var tekin skýrsla af þeim lögreglumanni sem skrifaði grunnskýrslu í málinu og starfsmanni hótelsins 1919 sem sá til slagsmálanna.

Starfsmaðurinn sagði líkt og fleiri vitni í dag hafa séð ákærða taka eins konar bardagaíþróttaspark. Hann hafi hins vegar ekki séð hvort sparkið hafi hitt fórnarlambið en aðeins að það lá í jörðinni stuttu eftir.

Lögreglumaðurinn sem kom fyrir dóminn sagði að frá upphafi hafi það virst alvarlegt, maðurinn hafi legið án meðvitundar í jörðinni og þó svo miklar áverkar hafi ekki verið sjáanlegir var ljóst að hann var ekki áfengisdauður. Hann sagði einnig að frásögn vitna á vettvangi hafi verið á einn veg, að maðurinn hafi orðið fyrir höggi af völdum ákærða í málinu, fallið aftur fyrir sig og höfuðið skollið í jörðinni. Einnig að ákærði hefði sparkað í höfuð hans þar sem hann lá.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert