Menn verða stórir með samningum

Ráðherrar á Alþingi í dag.
Ráðherrar á Alþingi í dag. mbl.is/Ómar

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, sagði í atkvæðagreiðslu um Icesave-frumvarpið, að samningaleiðin hefði verið reynd til þrautar í þessu máli. Það væri siðaðra manna háttur að leysa deilumál, ef það er hægt, með samkomulagi.

„Menn verða stórir af því en ekki því að halda tilgangslausu stríði áfram stríðsins vegna," sagði Steingrímur. 

Hann sagði góðar horfur á því, að þær fjárhæðir sem lendi á íslenska ríkinu séu  hóflegar og viðráðanlegar, vonandi aðeins nokkrir tugir milljarða. Mikil áhætta væri fólgin í því að ganga ekki að þessu tilboði.

mbl.is