Bannað að auglýsa „enga vírusa"

Áfrýjunarnefnd neytendamála hefur staðfest ákvörðun Neytendastofu um að fyrirtæki hefði brotið gegn lögum með því að fullyrða að „engir vírusar" væru í fartölvum sem fyrirtækið seldi.

Um er að ræða fyrirtækið Skakkaturninn ehf. sem auglýsti Apple fartölvur með þessum hætti.

Hefur áfrýjunarnefnd neytendamála staðfest, að fyrirtækinu sé bannað að auglýsa með þessum hætti. 

Ákvörðun áfrýjunarnefndar neytendamála

mbl.is