Icesave-umræða í 8,6 sólarhringa

Iceave-lögin voru samþykkt á Alþingi í gær og hafnað að …
Iceave-lögin voru samþykkt á Alþingi í gær og hafnað að vísa þeim til þjóðaratkvæðis. mbl.is/Ómar

Alþingismenn hafa varið 8,6 sólarhringum af lífi sínu í umræður um Icesave í þingsal. Frá því málið kom upp fyrir 28 mánuðum hafa þrjár langar umræður farið fram um jafnmörg frumvörp, í samtals 208 klukkustundir.

Um er að ræða lengstu þingumræðu um eitt mál sem sögur fara af. Umræðan nú stóð í samtals 28 klukkustundir og 30 mínútur frá því fjármálaráðherra lagði það fram 15. desember sl.

Öllu lengri var umræðan síðustu mánuði ársins 2009 eða um 135 klukkustundir.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »