Fær ekki að leiða vitni fyrir dóm

mbl.is/GSH

Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að hafna kröfu Þorsteins Ingasonar um að fá að leiða 16 nafngreind vitni fyrir dóm í tengslum við skaðabótamál sem Þorsteinn höfðaði á hendur Búnaðarbanka Íslands fyrir áratug.

Þau sem Þorsteinn vildi kalla sem vitni eru Ólafur Davíðsson, Baldur Guðlaugs­son, Sævar Þór Sigurgeirsson, Jón Sveinsson, Guðmundur Ólason, Benedikt Árnason, Skarphéðinn Berg Steinarsson, Finnur Ingólfsson, Ólafur Ólafsson, Margeir Daníelsson, Axel Gíslason, Kristján Loftsson, Kristinn Hallgrímsson, Knútur Þórhallsson, Sigurður Jónsson og Hildur Árnadóttir. Þessir einstaklingar komu að sölu á Búnaðarbankans til S-hópsins svonefnda árið 2003. 

Þorsteinn höfðaði árið 2001 mál á hendur Búnaðarbanka Íslands og krafðist 500 milljóna króna í skaðabætur vegna falsana á víxlum sem hefðu leitt til þess að bankinn gekk að eignum hans. Málið var síðan fellt niður árið 2004 vegna ónógra sönnunargagna. Þorsteinn hefur  reynt að höfða málið að nýju en því hefur jafnan verið vísað frá dómi.

Þorsteinn telur, að krafa hans á hendur Búnaðarbankanum kunni að hafa haft áhrif á söluverð bankans, þegar íslenska ríkið seldi hann hópi fjárfesta í janúar 2003. Bendir hann meðal annars á að kaupverð bankans hafi lækkað um rúmar 530 milljónir króna frá samnings­drögum í nóvember 2002 þar til endanlegur samningur var gerður í janúar 2003.

Því vildi Þorsteinn fá að taka vitnaskýrslu af þeim sem komu að sölunni, bæði fyrir hönd kaupenda og seljenda, til þess að inna þá eftir því hvaða meðferð skaðabótakrafa hans hlaut við sölu bankans og hvort og að hve miklu leyti hún hafði áhrif til lækkunar á endanlegu kaupverði bankans.

Taldi Þorsteinn að ef umræddir menns taðfestu að kaupendur bankans hafi fengið afslátt af áður umsömdu kaupverði bankans gæti falist viðurkenning á réttmæti kröfu Þorsteins.

Héraðsdómur segir hins vegar, að Þorsteinn hafi  ekki haldið því fram að umrædd vitni þekki þau atvik sem leiddu til þess að hann varð fyrir meintu tjóni af hálfu Búnaðarbankans.  Þótt menn kunni að hafa rætt síðar meir um möguleg afdrif kröfunnar í dómsmáli, sem kynni að verða rekið, og hafi hugsanlega látið þær vangaveltur hafa áhrif á gerðir sínar og ákvarðanir færi það ekki neinar sönnur fyrir því að krafan hafi í upphafi stofnast.

Taldi héraðsdómur, og síðan Hæstiréttur, að tilgangurinn með vitnaleiðslunni væri ekki sá að varpa ljósi á þau atvik sem Þorsteinn taldi grundvöll skaðabótakröfu sinnar. Þótti Þorsteinn því ekki hafa lögvarða hagsmuni af því að vitnaleiðslan færi fram. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Sósíalistar stefna á framboð í borginni

17:23 Sósíalistaflokkur Íslands ákvað á félagsfundi sínum í Rúg­brauðsgerðinni í dag að stefna á framboð í Reykjavík í borgarstjórnarkosningum í vor. Meira »

Dóra formaður Femínistafélags Pírata

15:33 Stofnfundur Femínistafélags Pírata var haldinn í gærkvöldi en fyrsti formaður félagsins er Dóra Björt Guðjónsdóttir. Ritari er Helena Magneu Stefánsdóttir og Valgerður Árnadóttir er gjaldkeri. Varamenn eru Helgi Hrafn Gunnarsson og Elín Eddudóttir. Meira »

Óvissustigi lýst yfir suðvestanlands

15:28 Óvissustigi hefur verið lýst yfir á Sandskeiði, Hellisheiði og í Þrengslum en gul viðvör­un gild­ir fyr­ir höfuðborg­ar­svæðið, Suður­land og Faxa­flóa í dag. Meira »

Eldaði fyrir Bayern München

14:00 Það er ekki hver sem er sem fær að elda ofan í þýska fótboltaliðið Bayern München. Það fékk þó íslensk-þýski kokkurinn Daníel Rittweger að gera eftir að hafa sigrað í matreiðslukeppni. Daníel, sem útskrifaðist í síðustu viku úr náminu, starfar nú á sínum öðrum Michelin-stjörnu-veitingastað. Meira »

Siðmennt styður bann við umskurði drengja

13:47 Siðmennt, félag siðrænna húmanista á Íslandi, hvetur Alþingi til þess að samþykkja frumvarp um bann við umskurði drengja. Meira »

Viðvörun gildir fyrir allt landið

13:28 Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula veðurviðvörun fyrir allt landið á miðvikudag en spáin í dag gerir ráð fyrir suðaustanstormi og er spáð að það fari í 35 metra á sekúndu í hviðum á Kjalarnesi, undir Hafnarfjalli og undir Eyjafjöllum. Meira »

Spáð 35 m/s í hviðum

12:12 Veðrið er farið að versna en það hvessir af austri síðdegis í dag með snjókomu og skafrenningi á fjallvegum sunnan- og suðvestanlands en rigningu á láglendi. Meira »

Gullleitarmaðurinn Eldur

12:14 Nafnið passar vel við þennan unga mann; Eldur Ólafsson er jarðfræðingur með brennandi áhuga á auðlindum og viðskiptum. Eftir jarðhitavinnu í Kína beinir Eldur nú sjónum að Grænlandi. Þar er fókusinn á gullgreftri. Meira »

Akstursreikningar yfirfarnir af fjármálaskrifstofu

11:51 Vigdís Hauksdóttir, fyrrverandi þingmaður, segir að allir reikningar sem þingmenn skili í þingið séu yfirfarnir af fjármálaskrifstofu þingsins til samþykktar eða synjunar og ef þeir eru samþykktir fá þingmenn greitt. Aksturpeningar voru ræddir á Sprengisandi í morgun. Meira »

„Langar ekki að svara þessum spurningum“

11:38 Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, telur að það sé öllum þingmönnum hollt að gera ráð fyrir að allt sem þeir gera sé opinbert. Þetta er meðal þess sem kom fram í máli hans í Silfrinu á Rúv í dag þar sem hann var gestur ásamt þremur öðrum þingmönnum. Meira »

Útboð á færslu Hamraneslína úr byggð

11:06 Landsnet hefur auglýst útboð á fyrsta áfanga við færslu Hamraneslína úr byggð í Hafnarfirði. Ásamt færslu Ísallína frá íbúðabyggð. Meira »

Dregur úr skjálftavirkni við Grímsey

10:51 Heldur hefur dregið úr skjálftavirkni við Grímsey síðasta hálfa sólarhring. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands hafa mælst um 170 skjálftar á svæðinu það sem af er degi. Á síma tíma í gær höfðu um 400 skjálftar mælst á svæðinu. Meira »

Leggst gegn því að umskurður verði refsiverður

09:28 Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, leggst gegn því að umskurn á drengjum verði gerð refsiverð með breytingum á hegningarlögum. Hún segir að hætta sé á að gyðingdómur og íslam verði gerð að glæpsamlegum trúarbrögðum og einstaklingar sem aðhyllast þau verði bannaðir hér á landi eða óvelkomnir. Meira »

Stefnir í góðan dag í Hlíðarfjalli

08:44 Forsvarsmenn skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli segja að það stefni í góðan dag í fjallinu en um tvö þúsund manns voru á skíðum þar í gær. Lokað verður í Bláfjöllum en opið í Skálafelli. Meira »

„Ég man ekki hvernig hann hlær“

08:07 Hann er sextán ára gamall þegar hann byrjaði að fikta við kannabis með vinum sínum. Hann er á þrítugsaldri í dag og hefur verið í mikilli neyslu undanfarin ár en átt mjög góð tímabil á milli. Móðir segir hann ekki sama mann og hann var og gleðin sé horfin. Hún muni ekki lengur hvernig hlátur hans hljómi. Meira »

Lokuðu skemmtistað

08:55 Skemmtistað í efri byggðum Reykjavíkur var lokað í nótt þar sem nokkrir gesta staðarins voru undir aldri. Þetta ekki í fyrsta skipti sem lögregla grípur til þessara aðgerða gagnvart umræddum stað, segir í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu en mikill erill var í nótt og fangageymslur nánast fullar.   Meira »

Hálka og þæfingur

08:14 Hálkublettir eru á höfuðborgarsvæðinu og á Reykjanesbraut en á Suðurlandi er hálka eða snjóþekja á vegum. Þæfingur er austan við Hellu að Ásmundarstöðum. Skafrenningur og éljagangur er á Hellisheiði og Sandskeiði. Meira »

66 ára og líður ekki degi eldri en 39 ára

07:30 Birna Guðmundsdóttir hefur stundað íþróttir allt sitt líf og helgað íþróttakennslu krafta sína. Árið 2014 hætti hún kennslu í Flataskóla sökum aldurs. Nú þjálfar Birna ýmsa líkamsræktarhópa allt frá ungbörnum til fullorðinna í Mýrinni og Sjálandslaug. Meira »
Vatnshitarar fyrir sumarhús.
Ýmsar gerðir af vatnshiturum 3300w til 21000w fyrir sumarhús, þessi búnaður er f...
Antik bollar, kaffikanna og sykurkar
Til sölu ónotað fallegt 6 manna bollastell með gyllingu. Verð 15000 kr. Uppl í ...
Sumarbústaðalóðir til sölu í Vaðnesi
Til sölu fallegar sumarhúsalóðir með aðgangi að heitu og köldu vatni í vinsælu s...
Fágætar vínilplötur í Kolaportinu!!
Mikið úrval af fágætum vínilplötum í Kolaportinu við gluggavegg miðjan sjávarmeg...
 
Samkoma
Félagsstarf
Söngsamkoma kl. 20 í Kristni- boðssalnu...
L helgafell 6018021419 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6018011019 VI Mynd af au...
Félagsslíf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, jóg...
Úthlutun
Tilkynningar
Auglýsing vegna úthlutunar byggð...