Rætt við áhöfn Goðafoss í dag

Goðafoss á strandstað. Myndin er frá norsku strandgæslunni.
Goðafoss á strandstað. Myndin er frá norsku strandgæslunni.

Fulltrúar frá rannsóknarnefnd sjóslysa í Noregi eru nú um borð í Goðafossi á strandstað í Óslófirði. Að sögn sjónvarpsstöðvarinnar TV2 mun nefndin ræða við áhöfn skipsins til að reyna að varpa ljósi á ástæður þess að skipið strandaði á fimmtudagskvöld. 

Skipstjórinn viðurkenndi í yfirheyrslu hjá lögreglu í gær, að hafa tekið ranga stefnu með þeim afleiðingum að skipið sigldi á sker skammt frá Hvaler. Skipstjórinn var einn í brúnni þegar þetta gerðist.   

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert