Fréttaskýring: Skilja á milli sölu og framleiðslu á marijúna

Hluti af maríjúana, sem fannst í Kópavogi í síðustu viku.
Hluti af maríjúana, sem fannst í Kópavogi í síðustu viku.

Fíkniefnasalar hafa í auknum mæli skilið á milli framleiðslu á marijúana og sölu, því þeir meta það svo að með því móti verði sölunetið fyrir minna tjóni ef og þegar lögreglan stöðvar framleiðsluna, sögn Karls Steinars Valssonar, yfirmanns fíkniefnadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. „Menn reyna að dreifa áhættunni,“ segir hann.

Fyrr í þessum mánuði lagði lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hald á alls 8 kíló af marijúana um leið og hún stöðvaði umfangsmikla ræktun í Garðabæ. Þar uxu og döfnuðu um 170 plöntur í geymsluhúsnæði sem er sambyggt íbúðarhúsnæði ræktandans sem er fjölskyldumaður. Pakkningarnar sem efnið var í vógu um hálft kíló og segir Karl Steinar að maðurinn hafi líklega ekki dreift efninu til neytenda heldur fremur afhent efnið mönnum sem hafa sölunet á bak við sig. „Eigum við ekki að segja að það hafi verið heildsölubragur yfir þessu hjá manninum,“ segir hann. Um þetta atriði sé málið þó ekki fullrannsakað.

Velti tugum milljóna

Samkvæmt verðkönnun meðal þeirra sem leita sér hjálpar hjá SÁÁ kostar hvert gramm af marijúana rúmlega 3.000 krónur. Efnið kostar mun minna í heildsölu en lögregla telur engu að síður ljóst að ræktunin í Garðabæ hafi skilað veltu upp á tugi milljóna. Uppskeran sem lögregla haldlagði hafi einungis verið ein af mörgum, um það beri ummerki á vettvangi glöggt vitni.

Lögregla beitti sér mjög gegn marijúanaræktun á árinu 2008 og 2009 og Karl Steinar segir að svo virðist sem viðbrögð ræktenda hafi verið tvíþætt. Annars vegar hafi þeir dregið úr umfanginu og ræktað um 100-200 plöntur á hverjum stað. „Þú þarft minna húsnæði og það eru kannski minni líkur á að ræktunin veki athygli,“ segir hann. Hins vegar hafi þeir brugðist við aðgerðum lögreglu með því að skilja á milli ræktunar og sölu. Náist ræktandinn megi reyna að finna annan í hans stað en hefði hann einnig verið sölumaður væri sölunetið í hættu.

Sölunet fyrir marijúana eru með ýmsum hætti. Karl Steinar segir að sölumenn sækist eftir fólki sem hafi tengsl inn í skóla og fari á veitingastaði þar sem efnin eru seld. Símanúmer hjá sölumönnum gangi manna á milli og efnin sömuleiðis.

Þótt fíkniefnadeild lögreglunnar hafi ekki fengið vitneskju um ofbeldi tengt fíkniefnasölu segir Karl Steinar ljóst að þessi heimur sé harkalegur. Efnin séu ekki gefins, nema þá þegar menn eru að kynna þau væntanlegum neytendum. Þá fái fólk e.t.v. að prófa ókeypis en þurfi svo að borga.

Meira ræktað á meginlandinu

Ræktun á marijúana virðist hafa aukist mjög árið 2008 og um leið varð algengara að gróðurhúsalömpum væri stolið. Karl Steinar segir að í Noregi og fleiri Evrópuríkjum hafi ræktun á marijúana aukist til muna. „Menn hafa náð betri tökum á plöntunum og þessu ræktunarumhverfi svo þeir ná sterkara efni út úr þessum plöntum,“ segir Karl Steinar. „Það eru enn mikil umsvif í ræktuninni, þrátt fyrir allt. Þessu efni er haldið að ungu fólki, það er alveg greinlegt og eftirspurnin er mikil. Þetta er mikið áhyggjuefni.“

Auðvelt að nálgast gras

Brynhildur Jensdóttir, ráðgjafi hjá Vímulausri æsku, segir mikið af foreldrum hringja vegna marijúana-reykinga barna sinna. Þessum hringingum hafi fjölgað mjög undanfarið. Hún segir að svo virðist sem unglingar eigi mjög auðvelt með að nálgast marijúana, eða gras, eins og það er einnig kallað. Þeir fái upplýsingar um sölumenn m.a. með sms-sendingunum, á Facebook, á msn-spjallrásinni o.s.frv.

Margir séu haldnir þeirri ranghugmynd að marijúana-reykingar séu ekki ýkja skaðlegar, sem sé alls ekki raunin. Marijúana sé skaðlegt fíkniefni sem m.a. geti stuðlað að geðsjúkdómum, minnistapi og skertri andlegri getu.

Bloggað um fréttina

Innlent »

Benedikt og Frú Ragnheiður verðlaunuð

15:38 Uppreisnarverðlaunin voru veitt í fyrsta skipti til viðurkenningar á markverðu og óeigingjörnu starfi í þágu frjálslyndis og almannahagsmuna. Uppreisn, ungliðahreyfing Viðreisnar, veitir verðlaunin sem þakklætisvott í garð þeirra sem skarað hafa fram úr á framangreindum sviðum Meira »

Bíll valt í Norðurá

15:24 Tveir ferðamenn voru fluttir á slysadeild á Akureyri í hádeginu eftir að bíll þeirra valt í Norðurá í Skagafirði. Að sögn lögreglunnar á Sauðárkróki eru þeir ekki alvarlega slasaðir. Meira »

Frekari fregnir væntanlegar á morgun

13:44 Forsvarsmenn United Silicon fara nú yfir gögn en heimild til greiðslustöðvunar fyrirtækisins rennur út á morgun. Karen Kjartansdóttir, talsmaður fyrirtækisins, sagði að frekari fregnir væru væntanlegar á morgun en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið. Meira »

Segir grein Frosta rökleysu

12:54 Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og bæjarfulltrúi í Mosfellsbæ, segir að borgarlína sé vitrænn háttur til að efla almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu. Hún gagnrýndi grein Frosta Sigurjónssonar, fyrrverandi þingmanns Framsóknarflokksins, um borgarlínu. Meira »

Telur að hann eigi að fara út úr fjölmiðlum

12:01 Eyþór Arnalds sem sækist eftir oddvitasæti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík segist telja rétt að hann losi sig út úr fjölmiðlarekstri ef hann verður kjörinn borgarfulltrúi. Meira »

Banaslys á Arnarnesvegi

11:50 Ungur maður lést í bílslysi á Arnarnesvegi um hálfþrjú í nótt, samkvæmt upplýsingum frá aðalvarðstjóra í lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

Skora á þingmenn

11:02 Bæjarstjórn Hafnarfjarðar lýsir yfir vonbrigðum með að ekki sé tryggt fjármagn á árinu 2018 við áframhaldandi framkvæmdir við Reykjanesbraut innan Hafnarfjarðar. Bókun þess efnis var samþykkt einróma á fundi bæjarstjórnar í síðustu viku. Meira »

Borgarlína og spítali

11:13 Borgarlínan var mál málanna í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Hilmar Þór Björnsson arkitekt fjallaði meðal annars um borgarlínuna, samgöngumál og þéttingu byggða. Jafnframt var spítalinn til umræðu. Meira »

Búið af aflétta óvissustigi

10:52 Óvissustigi var aflýst í Ólafsfjarðarmúla klukkan átta í morgun og búið er að opna Siglufjarðarveg.   Meira »

Ákvörðun um framboð tekin fljótlega

10:28 Á Sósíalistaþingi í gær var rætt um mögulegt framboð flokksins til sveitastjórna í vor. Mikill fjöldi fundarmanna tók til máls á fundinum, segir í frétt á vef flokksins. Samþykkt var að boða fljótlega til félagsfundar þar sem ákvörðun yrði tekin um framboð til sveitastjórna. Meira »

Slær í 35-40 m/s í hviðum

09:24 Síðdegis í dag verður snjófjúk s.s. á Hellisheiði, Mosfellsheiði og Kjalarnesi. Undir Eyjafjöllum er spáð austanstormi frá klukkan 17 í dag og í hviðum fer vindhraðinn í allt að 35-40 m/s. Þar verður hvassast í kvöld. Í Öræfum við Sandfell skellur óveðrið á um klukkan 15, segir á vef Vegagerðarinnar. Meira »

49 greind með RS-veirusýkingu

09:00 Alls haf 49 verið greindir með RS-veirusýkingu á veirufræðideild Landspítalans á fyrstu tveimur vikum ársins. Í síðustu viku voru 29 greindir með RV en þar af voru 15 börn á fyrsta og öðru ári. Meira »

Fangageymslur fullar

08:44 Nóg hefur verið að gera hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og eru allar fangageymslur fullar eftir nóttina. Flestir eru vistaðir vegna ölvunar/annarlegs ástands. Meira »

Óveður á leiðinni

07:08 Spáð er staðbundnu óveðri síðdegis syðst á landinu og með ströndinni að Öræfajökli. Þarna er útlit fyrir austanstorm eða jafnvel rok og ofankomu með köflum. Mun skárra veður verður annars staðar á landinu í dag. Hvessir með úrkomu víða um land á morgun. Meira »

Spá staðbundnu óveðri

Í gær, 22:36 Spáð er staðbundnu óveðri eftir hádegi á morgun syðst á landinu og með ströndinni að Öræfajökli. Þarna er útlit fyrir austanstorm eða -rok og ofankomu með köflum. Mun skárra veður verður annars staðar á landinu. Meira »

Snjónum fagnað á skíðasvæðum

08:20 Börn og unglingar fá frítt í allar lyftur í Hlíðarfjalli í dag að tilefni þess að alþjóðaskíðasambandið stendur fyrir degi sem nefnist Snjór um víða veröld. Meira »

Mjög alvarlegt slys í nótt

06:48 Mjög alvarlegt umferðarslys varð á Arnarnesvegi við Reykjanesbraut í nótt, samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Meira »

Eins og rússnesk rúlletta

Í gær, 22:00 „Það er þyngra en tárum taki að baráttunni um betri vegasamgöngur frá Reykjanesbæ um Reykjanesbraut sé enn ekki lokið,“ segir Þórólfur Júlían Dagsson, stjórnarmaður Pírata á Suðurnesjum. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Pallhýsi frá Travel Lite
Ferð með pallhýsi Nú er besti tíminn til að panta hús frá USA Verðið best , a...
Faglærðir málarar
Faglærðir málarar Tökum að okkur öll almenn málningarstörf. Tilboð eða tímavinna...
Til sölu Mitsubishi Outlander 2007
1 eigandi frá upphafi, ekinn aðeins 75.000 km. 5 gíra, bensín, 4WD, ný dekk, nýj...
INTENSIVE ICELANDIC, ENGLISH & NORWEGIAN f. foreigners - ÍSLENSKA f.útl - ENSKA - NORSKA
START/BYRJA: 2018: 5/2, 5/3, 2/4, 30/4, 28/5, 25/6 - (HOLIDAY/FRÍ: 18/7-21/8) 3...
 
Aukatekjur vikulega
Önnur störf
Aukatekjur Morgunblaðið vantar fólk ...
Háseti
Sjávarútvegur
Háseti Vísir hf óskar eftir að...
Endurskoðun aðalskipulags
Tilkynningar
Endurskoðun aðalskipulags Akraness Alm...
Byggðakvóti
Tilkynningar
Auglýsing vegna úthlutunar byggða...