Lúkas dauður

Hundurinn Lúkas.
Hundurinn Lúkas.

Hundurinn Lúkas er dauður, en hann komst í fréttirnar fyrir þremur árum þegar hann týndist um tíma og talið var að hann hefði verið barinn til dauðs. Hundurinn fannst síðan aftur lifandi eftir tvo mánuði. Eigandi Lúkasar, Kristjana Margrét Svansdóttir, staðfesti við vísi.is í gær að hann væri dauður.

Fyrir rúmri viku var kona dæmd til að greiða Helga Rafni Brynjarssyni bætur fyrir að fullyrða á bloggsvæði að hann hefði sparkað hundinn til dauða.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert