Jákvæðari gagnvart ESB og evru

Evrópusambandið, höfuðstöðvar, Brussel.
Evrópusambandið, höfuðstöðvar, Brussel. AP

Íslendingar eru jákvæðari gagnvart Evrópusambandinu en áður. Enn telja þó flestir að hagsmunum Íslands sé betur borgið utan sambandsins. Þetta kemur fram í nýrri Eurobarometer-könnun sem framkvæmd er fyrir ESB.

Könnunin er gerð fyrir framkvæmdastjórn Evrópusambandsins en slíkar kannanir eru gerðar tvisvar á ári.

Fleiri en áður segja nú að Evrópusambandsaðild væri jákvæð eða 28% svarenda en aðeins 19% voru þeirrar skoðunar í maí á síðasta ári. Þá töldu 38% að aðild væri Íslandi til hagsbóta og er það tæplega 10% aukning.

Þá eru mun færri sem segja aðildina vera neikvæða, 34% nú miðað við 45% í maí. Þeim sem segja að aðild myndi skaða hagsmuni Íslands fækkar einnig verulega en eftir sem áður er rétt tæpur helmingur þeirrar skoðunar eða 48%  

Tveir af hverjum þremur Íslendingum eru fylgjandi evrunni sem gjaldmiðli og hefur þeim fjölgað um 15% frá því í síðustu könnun.

mbl.is