Kanna skemmdir á Goðafossi

Goðafoss við akkeri við eyjuna Styre. Myndin er af vef …
Goðafoss við akkeri við eyjuna Styre. Myndin er af vef norsku siglingastofnunarinnar.

Verið er að kanna skemmdir á Goðafossi, en skipið var dregið af strandstað í Óslóarfirði í morgun þrjá kílómetra norður af strandstað að Kirkeskjær og eyjunni Styre.

Skipið náði áfangastað laust fyrir klukkan hálf níu í morgun og liggur nú við ankeri.  Að sögn Ólafs William Hand, upplýsingafulltrúa Eimskips, eru kafarar að störfum undir skipinu og einnig er verið að kanna skemmdir inni í skipinu.

Ólafur segir að ekki hafi verið tekin ákvörðun um hvort olíu verður dælt af skipinu þar sem það er statt núna, eða hvort það verður dregið til hafnar. Það mun velta á norskum yfirvöldum og því hvers eðlis skemmdirnar á skipinu eru.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert