Óvíst um vaxtagreiðslur

Óvíst að ríkið yrði að greiða vexti, tapaði það Icesave-máli.
Óvíst að ríkið yrði að greiða vexti, tapaði það Icesave-máli. mbl.is/Árni Sæberg

Ekki er víst að ríkissjóður yrði dæmdur til að greiða vexti, kæmust íslenskir dómstólar að þeirri niðurstöðu að ríkið bæri ábyrgð á skuldbindingu Tryggingasjóðs innistæðueigenda gagnvart breskum og hollenskum innistæðueigendum í Icesave-málinu.

Reimar Pétursson hæstaréttarlögmaður segir að samkvæmt íslenskum lögum sé almennt ekki talinn réttur til vaxta, ef ábyrgð er takmörkuð við tiltekna fjárhæð. „Þá eru þess dæmi að íslenskir dómarar hafi túlkað lög um vexti og verðtryggingu þannig að t.a.m. vextir séu einungis greiddir frá dómsuppkvaðningu,“ segir hann.

Í umfjöllun um mál Þetta í Morgunblaðinu í dag segir Reimar, að dómur EFTA-dómstólsins í Icesave-málinu yrði ekki aðfararhæfur hér á landi. Bretar og Hollendingar yrðu að höfða mál fyrir íslenskum dómstólum.

Dómur EFTA-dómstólsins yrði einungis viðurkenning á réttarbroti, sem fæli ekki í sér neitt um afleiðingar þess.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert