Réttlætir ekki herferð Breta og Hollendinga

Wall Street Journal.
Wall Street Journal. ap

„Verði lögin samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslunni í apríl þýðir það að Ísland gæti orðið veðsett London og Haag í allt að 35 ár – vegna þess að bresk og hollensk yfirvöld ákváðu, að eigin frumkvæði, að leysa borgara sína úr snörunni.“

Þannig er komist að orði í einum leiðara bandaríska dagblaðsins Wall Street Journal í gær.

Höfundur pistilsins rekur sögu Icesave-deilunnar í stuttu máli og fer ekki leynt með þá skoðun sína að þeim Íslendingum sem finnst krafa Breta og Hollendinga óréttmæt sé fullkomlega stætt á því, en vísar í skoðanakannanir sem benda til þess að meirihluti Íslendinga hyggist samþykkja samningana.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert