Vilja vandaðar aðildarviðræður við ESB

Reuters

Á fjórða tug manna mætti í gærkvöldi á undirbúningsfund um stofnun vettvangs þeirra sem vilja vandaðar aðildarviðræður við Evrópusambandið, án þess að taka afstöðu til aðildar að svo komnu máli. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Halli Magnússyni, sem var fundarboðandi.

Þá segir að fundarmenn hafi verið almennt sammála um að starfa ekki undir hefðbundnum pólitískum formerkjum, heldur að vera vettvangur fyrir þann hluta almennings sem vilji ljúka aðildarviðræðum og að þjóðin taki upplýsta ákvörðun um niðurstöðuna í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Hallur, sem er sjálfstætt starfandi ráðgjafi og fyrrverandi sviðsstjóri hjá Íbúðalánasjóði, segir í tilkynningu að fundarmenn hafi allir verið sammála um að stofna beri sérstakan samstarfsvettvang um framgang aðildarviðræðna að Evrópusambandinu þar  sem hagsmunum Íslands verði haldið á lofti. Samstarfsvettvangurinn taki ekki afstöðu til þess hvort ganga skuli í  Evrópusambandið - þá ákvörðun verði hver og einn að taka þegar niðurstaða aðildarviðræðna liggur fyrir.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert