Ekki skylt að axla Icesave-klyfjar

Morgunblaðið/Ómar

„Í ljós er komið, andstætt því sem í upphafi var talið, að á herðum Íslendinga hvílir engin lagaleg né siðferðileg skylda til að axla þær klyfjar sem fyrirliggjandi Icesave-samningur felur í sér.“

Þannig segir í ályktun um Icesave-málið, sem samþykkt var með miklum meirihluta á aðalfundi Sjálfstæðisfélags Seltirninga um Icesave. Fundurinn fór fram í fyrrakvöld. Eru allir kjósendur hvattir til að taka þátt í þjóðaratkvæðagreiðslunni „og hafna ríkisábyrgð á skuldum einkafyrirtækis“, eins og segir þar.

Minnt er á að í fyrra höfnuðu Íslendingar með afgerandi hætti að gangast í opna ábyrgð vegna skulda sem urðu til vegna starfsemi Landsbankans í Hollandi og Bretlandi. „Ákvörðun forseta Íslands að vísa nýjum samningi um ríkisábyrgð á skuldum einkafyrirtækis til þjóðaratkvæðis var því ekki aðeins eðlileg heldur siðferðilega rétt. Ef gengið hefði verið framhjá almenningi, líkt og ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur ætlaði sér, hefðu verið skilin eftir sár í þjóðarsálinni sem seint hefðu gróið.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »