Hætta á fleiri skjálftum

Frá Krýsuvík.
Frá Krýsuvík. Rax / Ragnar Axelsson

Líkur eru á fleiri jarðskjálftum á Krísuvíkursvæðinu á næstu klukkustundum, að sögn Gunnars B. Guðmundssonar, jarðeðlisfræðings hjá Veðurstofu Íslands. „Menn hafa varann á fyrstu klukkustundirnar eftir svona atburð,“ segir Gunnar. Hann hvetur fólk til að sýna stillingu.

Veðurstofa Íslands áætlar að stærsti skjálftinn hafi verið 4 stig en það er ögn meira en kemur fram á sjálfvirkri skjálftasíðu hennar.

Þannig er stærsti skjálftinn klukkan 9.06 í morgun sagður 3,7 stig en Gunnar segir að sjálfvirkar mælingar hafi tilhneigingu til að vanmeta stærri skjálfta. Nákvæmari mæling Veðurstofunnar bendi til að skjálftinn hafi verið 0,3 stigum stærri eða 4 stig.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert