Segir vexti lítið lækka með upptöku evru

Lilja Mósesdóttir og Ásmundur Einar Daðason.
Lilja Mósesdóttir og Ásmundur Einar Daðason. mbl.is/Ómar Óskarsson

Lilja Mósesdóttir, þingmaður VG, sagði á Alþingi í dag að upptaka evru á núverandi gengi myndi þýða að lítið yrði úr skuldum heimilanna, en eignir myndu jafnframt lækka sem kæmi niður á lífeyrisgreiðslum.

Hún segir vextir myndu lítið lækka við upptöku evrunnar því útlendingar vilji ekki lána til vandræðalanda.

Samkvæmt nýlegri skoðanakönnun vilja um 60% landsmanna skipta krónunni út fyrir annan gjaldmiðil. Lilja sagði í umræðum á Alþingi að athygli vekti að framsóknarmenn vildu almennt halda í krónuna.

„Ég óttast að kjósendur annarra flokka sjái upptöku evrunnar sem einu leiðina út úr skuldafangelsinu. Ef krónunni verður skipt út fyrir evru á núverandi gengi verður lítið úr skuldum fólks og laun munu smámsaman hækka og nálgast laun í evrulöndunum. Eignir Íslendinga verða jafnframt lítils virði og því hætta á að lífeyrisgreiðslur muni ekki hækka jafnhratt og laun.

Stöðugt er klifað á því að Íslendingar losni ekki við verðtrygginguna nema að taka upp annan gjaldmiðil. Tvær krónur séu í landinu, ein verðtryggð og önnur óverðtryggð. Þetta vandamál er auðvelt að leysa með því að verðtryggja hina óverðtryggðu krónu eða einfallega launin í landinu. Í gildi eru verðtryggðir lánasamningar sem munu ekki hverfa við upptöku evrunnar,“ sagði Lilja.

Lilja sagði að erlendir bankar lánuðu ekki lengur vandræðalöndum og vextir myndu því lítið lækka á Íslandi við upptöku evrunnar.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði að kjósendur Framsóknarflokksins gerðu sér grein fyrir að krónan hefði skipt sköpum við halda atvinnuleysi í lágmarki. Á Írlandi væri atvinnuleysi tvöfalt meira en á Íslandi og á Spáni væri atvinnuleysið þrefalt meira en hér á landi. Sigmundur Davíð sagði að með upptöku evru hefðu sumir átt von á að hún tryggði sömu vexti á öllu svæðinu, en það hefði ekki gengið upp. Portúgal væri að greiða 7% vexti og Írar þyrftu að greiða 9,6% vexti af neyðarlánum sem þeir hefðu fengið.

Magnús Orri Schram, þingmaður Samfylkingar, sagði að almenningur á Íslandi væri að átta sig á því að það voru tvær kreppur sem riðu yfir Ísland, þ.e. bankakreppa sem hefði komið illa við ríkissjóð og krónukreppa sem hefði komið illa við fyrirtækin og heimilin í landinu.

„Það var krónukreppan sem olli gengisfellingunni og síðan var það gengisfellingin sem olli verðbólguskotinu sem kom illa við þá sem skulda í íslenskum krónum. Það er hrun krónunnar sem hefur valdið fyrirtækjunum og heimilunum í þessu landi miklu meira tjóni en hrun bankanna.“

Magnús Orri sagði að þeir sem væru fylgjandi krónu væru að bjóða upp á tvo framtíðarkosti, annars vegar krónu án haft með tilheyrandi gengissveiflu og óstöðugleika fyrir fyrirtækin eða hins vegar krónu í höftum sem þýddi að EES-samningurinn væri í uppnámi.

„Báðar þessar lausnir fela í sér umtalsverðan vaxtamun fyrir íslensk heimili og fyrirtæki. Íslensk heimili og fyrirtæki eru að greiða hærri vexti en þau þyrftu að gera í Evrópu ef upptaka evru myndi koma til. Almenningur á Íslandi er búinn að segja sína skoðun á þessari framtíðarsýn og óskar eftir nýjum leiðum,“ sagði Magnús Orri.

mbl.is

Innlent »

„Þá vil ég heldur borga!“

10:43 Þegar Bruno Bisig kom fyrst til Íslands 1991 ferðaðist hann einn um landið á hjóli og fékk að njóta einveru á hálendinu. Í dag er hann forstjóri Kontiki reisen og kemur með ferðamenn til landsins. Hann segir áskorun fyrir Íslendinga að viðhalda náttúrudýrðinni við núverandi vinsældir. Meira »

Vilja geta takmarkað umferð

10:02 Ég fagna þessari umræðu sem loksins er farin af stað. Fólk gerir sér grein fyrir því að hreina loftið og hreina vatnið er ekki sjálfgefið. Staðan er ekki eins góð og við kannski héldum. Meira »

Kynjahlutföll ólögleg í ellefu tilvikum

09:30 Kynjahlutföll aðal- og varamanna í nefndum, ráðum og stjórnum Reykjavíkurborgar eru í ellefu tilvikum ekki í samræmi við 15. grein jafnréttislaga, þar sem segir að hlutfall annars kyns megi ekki vera minna en 40% þegar um fleiri en þrjá fulltrúa er að ræða. Meira »

Gul viðvörun á morgun

09:03 Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun á morgun á Suðurlandi og Suðvesturlandi. Gert er ráð fyrir staðbundnu óveðri með austan 23-28 m/s meðalvindi undir Eyjafjöllum, sunnan Mýrdalsjökuls og að Öræfum. Veðurfræðingur segir ekkert ferðaveður á þessu svæði á morgun. Meira »

Óvissa hjá starfsmönnum Spalar

08:55 Starfsmenn Spalar hafa staðið í bréfaskriftum við samgönguráðuneytið og óskað eftir svörum um hvað taki við þegar Spölur afhendir ríkinu Hvalfjarðargöng til eignar og rekstrar síðsumars 2018. Meira »

Auglýsa eftir nýjum skólameistara

08:38 Stjórn Tækniskólans, skóla atvinnulífsins, hefur auglýst eftir nýjum skólameistara, en núverandi skólameistari er Jón B. Stefánsson. Er umsóknarfrestur til 9. febrúar. Meira »

Tvær líkamsárásir í nótt

07:45 Tvær aðskildar líkamsárásir áttu sér stað í miðborginni í nótt, en tveir eru í haldi vegna málanna. Í báðum tilfellum þurftu brotaþolar að leita sér læknisaðstoðar. Brotaþolarnir hlutu skurði og tannbrot í árásinni, ásamt minni háttar höfuðáverkum. Meira »

Upplýsingaskjáir settir upp á Hlemmi

08:20 Í leigusamningi um Mathöll á Hlemmi er ákveðið svæði innan mathallarinnar sérstaklega tekið frá til þess að Strætó geti komið upp upplýsingaskjám og jafnvel miðasjálfsölum. Meira »

Eru sammála um nauðsyn betri launagagna

07:32 „Allir aðilar á þessum fundi voru sammála um að það væri til mikils tjóns fyrir samtal á vinnumarkaði, í tengslum við kjarasamninga, að ekki væri horft á tölur sem menn treysta eða líta sömu augum,“ sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra að loknum fundi með aðilum vinnumarkaðarins um tölfræðiupplýsingar á vinnumarkaði. Meira »

Fagnaði 100 ára afmælinu

07:00 Áslaug Helgadóttir, fyrrverandi hárgreiðslukona og húsmóðir, hélt í gær upp á 100 ára afmæli sitt, en Áslaug er talin fyrsta íslenska hárgreiðslukonan sem nær hundrað ára aldri. Meira »

Saga ársins 1918 á Twitter

06:59 Á dögunum birtust Twitter skilaboð frá ungri dömu í Suðursveit, Gyðu Fanneyju Guðjónsdóttur, sem sagðist ætla að fylgja eftir metnaðarfullu og klikkuðu verkefni í vetur. Það að skrásetja ár frosta, fjöldagrafa og fullveldis. @Frostaveturinn2 verður örblogg sem fylgir tímamótaárinu 1918. Meira »

Á leið til Los Angeles í boði K100 og WOW air

06:34 Það voru glaðir hlustendur sem mættu til hátíðlegrar athafnar í Hádegismóum í gær. Þær Aðalheiður G. Hauksdóttir, Eirún Eðvaldsdóttir og Þóra Kjartansdóttir mættu ásamt mökum og börnum í hljóðver K100 til þess að taka við flugmiðum til ævintýraborgarinnar Los Angeles, í boði K100 og WOW air. Meira »

Samkeppni um heimsendingar á matvöru

06:23 Heimsending á matvöru virðist vera orðin raunverulegur valkostur á Íslandi. Tilraunir hafa verið gerðar með slíkt undanfarin misseri en nú stefnir í samkeppni á þessum markaði og það eru góð tíðindi fyrir neytendur. Meira »

Þörf á betri stuðningi við þolendur

06:18 „Mér finnst vera vöntun á betri stuðningi við unga krakka sem lenda í þeim aðstæðum sem ég lenti í,“ segir Embla Kristínardóttir, sem steig fram í viðtali við RÚV í fyrrakvöld og sagði frá því þegar fullorðinn afreksmaður í frjálsum íþróttum nauðgaði henni. Meira »

Dómur kveðinn upp í lok mánaðar

Í gær, 21:18 Dómur verður kveðinn upp yfir íslenska karlmanninum sem situr í fangelsi í Tirana í Albaníu fyrir smygl á kanna­bis­efn­um í lok janúar eða byrjun febrúar. Hann mætir fyrir rétt í Tirana, höfuðborg Albaníu, í lok þessa mánaðar og dómur verður kveðinn upp fljótlega eftir það. Meira »

Innviðir að þolmörkum

06:18 Vísbendingar eru um að innviðir Suðurnesja séu komnir að þolmörkum. Það kann að hamla vexti ferðaþjónustunnar á næstu árum.  Meira »

Eldur kom upp í sumarbústað í Eyjafirði

Í gær, 22:31 Slökkviliðið á Akureyri var kallað út í kvöld vegna bruna í sumarbústað inni í Eyjafirði í kvöld. Engan sakaði og að sögn lögreglunnar á Akureyri gekk slökkvistarf vel. Meira »

Fjórir með annan vinning

Í gær, 21:02 Fyrsti vinn­ing­ur í EuroJackpot gekk ekki út í kvöld en fjórir miðahaf­ar hrepptu ann­an vinn­ing. Hljóta þeir hver um sig tæp­ar 60 millj­ón­ir króna í sinn hlut, en fjórir miðanna voru keyptir í Þýskalandi og einn á Spáni. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Höfuðverkur, endalaus þreyta, svefnleysi
Er með til leigu OZONE lofthreinsitæki ( margir kalla þetta JÓNAR tæki ). Eyði...
ÍBÚÐ TIL LEIGU Björt 110 m 2, 3- 4 herb
ÍBÚÐ TIL LEIGU Björt 110 m 2, 3- 4 herbergja íbúð í 101. Mikil lofthæð, tvennar ...
Nokkrar notaðar saumavélar til sölu !!
Nokkrar tegundir, ýmsar gerðir. Allar ástandsskoðaðar og prófaðar af fagmanni. V...
NOTAÐ&NÝTT
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við Byko. Mikið úrval af fallegum ...
 
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og b...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, for...
Breytt deiliskipulag arnarfelli
Fundir - mannfagnaðir
Auglýsing Breytt deiliskipulag að ...
Félagsstarf aldraðra
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, jóg...