Kynning á Icesave ekki nógu hlutlæg

LIlja Mósesdóttir
LIlja Mósesdóttir Mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Lilja Mósesdóttir, þingmaður Vinstri grænna, lýsir á Facebook í kvöld áhyggjum sínum í að kynning á nýja Icesave samningnum sé ekki nógu hlutlæg. Lilja vísar meðal annars í blaðamannafund samninganefndarinnar í gær um bættar endurheimtur.

„Ég hef áhyggjur af því að kynningin á skuldbindingu skattgreiðenda vegna Icesave sé ekki nógu hlutlæg," segir Lilja. „Blásið var til blaðamannafundar í gær til að kynna hærri endurheimtur úr þrotabúi Landsbankans frá 30. apríl 2009 til ársloka 2010. Enginn virðist hafa áhyggjur af veikari gengi krónunnar frá áramótum 2011 og áhrifum þess á endurheimtumatið."

mbl.is

Bloggað um fréttina