Flest brot framin á ungu fólki

Á síðasta ári komu upp 26 ný mál vegna kláms …
Á síðasta ári komu upp 26 ný mál vegna kláms og vændis.

Alls leituðu 526 einstaklingar til Stígamóta á síðasta ári, þar af 251 vegna eigin mála í fyrsta skipti. Þá leituðu 55 aðstandendur brotaþolenda aðstoðar, þar á meðal 24 með upplýsingar um mál sem ekki voru þekkt fyrir. Nýjum málum hjá Stígamótum fjölgaði um 19% frá árinu 2009. Ástæður þess að fólk leitaði hjálpar eru misjafnar en m.a. töldust hópnauðganir 13 og lyfjanauðganir 17. Þá voru ný mál vegna kláms og vændis 26. 

Fram kemur í ársskýrslu Stígamóta, sem kom út í dag,að kynferðisbrot séu fyrst og fremst framin á ungu fólki sem síðan leitar til samtakanna árum eða áratugum eftir brotin. Heimili landsmanna eru brotavettvangur í 60% tilfella, en töluvert er um ofbeldi í opinberu rými.

Eins og fyrri ár eru langflestir ofbeldismennirnir karlar, eða rúmlega 91%. Fæst af þeim málum sem til umræðu eru hjá Stígamótum eru kærð, eða einungis 11,4%.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert