Ólína flytur bankaviðskipti

Ólína Þorvarðardóttir.
Ólína Þorvarðardóttir.

Ólína Þorvarðardóttir, alþingismaður, segir á Facebook-síðu sinni í dag að hún hafi stofnað nýjan launareikning í Landsbankanum og stigið fyrsta skrefið til þess að færa viðskipti sín úr Arion banka.

„Þar með lýkur áratuga viðskiptum sem hófust við Búnaðarbankann, héldu áfram við Kaupþing og loks Arion. Ég er ekki að hvetja aðra til að fara að dæmi mínu - en svona er mér innanbrjósts," segir Ólína.

mbl.is

Bloggað um fréttina