Ræddu atvinnumál við stjórnvöld

Forystumenn Samtaka atvinnulífs og ASÍ ræddu við stjórnvöld í morgun.
Forystumenn Samtaka atvinnulífs og ASÍ ræddu við stjórnvöld í morgun. mbl.is/Árni Sæberg

Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segir að takist ekki að auka umsvif í atvinnulífinu verði erfitt að koma saman kjarasamningum og miklir erfiðleikar verði hjá stjórnvöldum í ríkisfjármálum. Atvinnumál voru rædd á fundi ASÍ og Samtaka atvinnulífsins með stjórnvöldum í morgun.

Á fundinum voru, forsætisráðherra, fjármálaráðherra, menntamálaráðherra, efnahags- og viðskiptaráðherra, innanríkisráðherra og velferðarráðherra.

Gylfi sagði að þetta hefði verið ágæt yfirferð yfir málið í heild sinni. Um suma hluti væru menn sammála eða ætti bara eftir að útfæra betur. Menn væru hins vegar ekki búnir að ná saman um alla hluti og ekki væri búið að vinna mikið í öðrum hlutum eins og jöfnun lífeyrisréttinda.

Gylfi sagði að ítarlega hefði verið fjallað um atvinnu- og efnahagsmál, menntamál og virkar aðgerðir gagnvart þeim sem eru án vinnu. Hann sagðist treysta því að farsæl lausn fáist varðandi Starfsendurhæfingarsjóð sem ASÍ hefur lagt mikla áherslu á.

Gylfi sagði að talsvert hefði verið rætt um möguleika stjórnvalda með að koma með innspýtingu inn í atvinnulífið t.d. í vegamálum. Það væri ljóst að mikil andstaða væri víða við að lögð yrðu veggjöld á vegi út frá höfuðborginni til að fjármagna breikkun Suðurlands- og Vesturlandsvegar. „Ef það tekst ekki að finna farsæla lausn í þessum málum þá óttast ég að það verði ekkert úr þessum verkefnum. Við höfum bent á hægt væri að fara í Sundabraut, en það þýðir að fólk getur valið um að fara hana eða fara um Mosfellsbæ. Við leggjum því áherslu á að reynt verði að finna önnur verkefni sem skapi vinnu. Við viljum ekki skilyrða þetta við tiltekin verkefni.“

Á fundinum var rætt um verkefni í iðnaði og orkugeira. Gylfi sagðist hafa lagt áherslu á að þau verkefni sem forsætisráðherra nefndi í ræðu á Alþingi í gær og önnur verkefni yrðu metin með tilliti til hagvaxtar. „Það er ljóst að það sem menn vorum með í hendi, eins og álver í Helguvík og virkjanatengd verkefni og þau verkefni í vegamálum sem hafa verið nefnd, fyrir utan það sem þegar er komið í gang, þá er verið að tala um fjárfestingu upp á 200 milljarða á næstu þremur. Það þarf því að bæta ansi miklu við ef menn ætla ekki að fara í Helguvík,“ sagði Gylfi.

Gylfi sagði mikilvægasta verkefnið væri að hér yrði hagvöxtur á næstu árum. „Ef okkur tekst ekki að auka hagvöxt þá tel ég að það verði ekki skemmtilegt verkefni fyrir ríkisstjórnina að þurfa að kynna þann niðurskurð í ríkisfjármálum sem verður þá að grípa til á þessu og næsta ári. Hagstofan er að meta framvindu efnahagsmála og við fengum mjög dökka niðurstöðu fyrir fjórða ársfjórðung og þjóðhagsspáin var ekki góð.“

Forystumenn ASÍ og SA ætla að setjast við samningaborðið eftir hádegið þar sem rætt verður um árangur fundarins við ríkisstjórnina og reynt að ná samkomulagi um hvenær verður hægt að ljúka kjarasamningum. „Viðræður um launaliðinn hafa ekki gegnið vel. Þetta tengist líka atvinnumálunum. Geta atvinnulífsins til að standa við kjarasamninga er háð umsvifum í atvinnulífinu. Seinagangur í þeim hluta viðræðnanna hefur leitt til þess að við fáum ekki þau svör um launaliðinn sem við höfum vænst.“

Gylfi sagði viðræður um launaliðinn tengjast hugmyndum um lækkun tryggingagjalds, en hann sagðist vonast eftir að gjaldið yrði lækkað.

mbl.is

Innlent »

Reyna að semja um skýlin í borginni

05:30 Reykjavíkurborg mun á næstu vikum hefja viðræður við fyrirtæki um uppsetningu biðskýla og auglýsingastanda í borginni. Trúnaður gildir um viðkomandi fyrirtæki. Meira »

Ósnortin víðerni sýnd á Ísafirði

05:30 Læknarnir Tómas Guðbjartsson og Ólafur Már Björnsson verða með fyrirlestur í Ísafjarðarbíói í dag, föstudag, kl. 18 í samstarfi við Ferðafélag Íslands. „Ósnortin víðerni á Íslandi“ nefnist yfirskrift fundarins. Meira »

Vélmenni skúrar Hvaleyrarskóla

05:30 Iss Ísland hefur fjárfest í vélmenni sem mun sjá um skúringar í Hvaleyrarskóla í Hafnarfirði. Um er að ræða skúringavél frá svissneska fyrirtækinu Taski en Tandur hf. hefur umboð fyrir sölu slíkra véla á Íslandi. Meira »

Mótmæltu komu lamaðs manns

05:30 Lamaður maður sem hefur búið á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Kirkjuhvoli á Hvolsvelli í ellefu ár hefur ekki fengið að snúa þangað aftur eftir aðgerð á Landspítalanum vegna mótmæla starfsfólks. Meira »

Meirihlutinn heldur naumlega velli

05:30 Meirihluti Samfylkingar, Pírata og Vinstri grænna heldur naumlega velli ef marka má niðurstöður skoðanakönnunar Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands, sem unnin var fyrir Morgunblaðið dagana 23. til 25. apríl. Meirihlutaflokkarnir þrír mælast þar með um 47% fylgi og 12 borgarfulltrúa af 23. Meira »

Sólveig tekin við formennsku í Eflingu

00:50 Sólveig Anna Jónsdóttir tók í kvöld formlega við formennsku í stéttarfélaginu Eflingu af Sigurði Bessasyni sem nú lætur af formennsku. Meira »

Þæfingsfærð yfir í Mjóafjörð

Í gær, 23:25 Vegir eru víðast hvar greiðfærir á láglendi samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni en hálkublettir eru á nokkrum fjallvegum.  Meira »

Viðreisn og Neslistinn í eina sæng

Í gær, 23:48 Viðreisn og Neslistinn bjóða fram sameiginlegan lista í bæjarstjórnarkosningunum á Seltjarnarnesi sem fram fara í næsta mánuði. Meira »

84% ferðuðust innanlands í fyrra

Í gær, 22:45 Ferðamálastofa hefur birt niðurstöður úr nýrri könnun meðal Íslendinga um ferðalög þeirra á árinu 2017, ferðaáform þeirra á þessu ári og viðhorf til nokkurra þátta í tengslum við ferðamennsku á Íslandi. Meira »

Tap ef ekki væri fyrir sölu eigna

Í gær, 22:10 Skuldir borgarsjóðs Reykjavíkurborgar hafa vaxið um 15 milljarða þrátt fyrir góðærið samkvæmt nýjum ársreikningi borgarinnar. Tap væri á rekstri hans ef ekki væri fyrir mikla eignasölu sem greinilega hefur verið sópað út rétt fyrir kosningar. Meira »

Andlát: Ketill Larsen

Í gær, 21:45 Ketill Larsen fjöllistamaður er látinn 84 ára að aldri. Frá því er greint á Facebook-síðu Ásatrúarfélagsins. „Ketill var ásatrúarfólki vel kunnur meðal annars af setu sinni á höfuðblótum félagsins,“ segir þar ennfremur. Meira »

Bíður eftir mánudögum

Í gær, 21:34 Elísa Sif Hermannsdóttir er 21 árs Árbæingur sem ákvað að halda á vit ævintýranna eftir stúdentspróf. Hún stundar nú nám í sýningarstjórnun við The Royal Central School of Speech and Drama í London. Elísa kynntist leiklistinni ung að árum í gegnum leiklistarskólann Sönglist í Borgarleikhúsinu en hún var valin til þess að leika í jólaleikritum Borgarbarna. Meira »

BÖKK-beltin slógu í gegn

Í gær, 21:14 Fyrirtækið BÖKK-belti var valið fyrirtæki ársins 2018 í samkeppni Ungra frumkvöðla, sem haldin var í Arion banka í vikunni.  Meira »

Viðbragðsáætlun virkjuð

Í gær, 20:51 Viðbragðsáætlun Landspítala og Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins vegna skertrar þjónustu við sængurkonur og nýbura verður virkjuð á morgun. Í henni felst meðal annars að opna sérstaka móttöku fyrir sængurkonur og nýbura á Barnaspítala Hringsins. Meira »

Brjóta niður menningarmúra á Norðurpólnum

Í gær, 20:35 Ellefu konur frá jafn mörgum löndum náðu þeim áfanga í fyrradag að ganga síðustu breiddargráðuna að Norðurpólnum.   Meira »

150 metrar horfnir þar sem mest er

Í gær, 21:00 Töluvert magn jökulíss hefur undanfarnar vikur brotnað framan af Breiðamerkurjökli þar sem hann rennur út í Jökulsárlón. Þar sem mest hefur brotnað af jöklinum virðist sem hann hafi styst um 150 metra, á aðeins rúmum mánuði, samkvæmt upplýsingum frá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands. Meira »

Góð vitundarvakning í plokkinu

Í gær, 20:46 Höfuðborgarbúar, sem og aðrir landsmenn hafa tekið plokkið með trompi undanfarið. Ruslastampar borgarinnar fara heldur ekki varhluta af þessum nýkviknaða áhuga á ruslasöfnun og starfsmenn borgarinnar taka honum fagnandi. Meira »

Vörur ORA sköruðu fram úr í Brussel

Í gær, 20:18 Iceland's Finest-vörulínan frá ORA, sem inniheldur rjómakennda loðnuhrognabita, stökka kavíarbita og ljúffenga humarsúpu, hefur verið valin vörulína ársins á sjávarútvegssýningunni í Brussel, sem lýkur í dag. Meira »