Fjöldi ferðafyrirtækja er án leyfis

Fjórar bílaleigur hér á landi hafa ekki hlotið tilskilin starfsleyfi. Þetta er niðurstaða úttektar Samtaka ferðaþjónustunnar á starfsleyfum hjá aðilum innan geirans.

Samtökin létu framkvæma úttektina eftir að niðurstaða könnunar á framboði gistirýmis á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri lá fyrir. Niðurstaðan vakti athygli. 15,3% af heildargistirými á höfuðborgarsvæðinu og 29,8% á Akureyri voru án starfsleyfis. Því þótti ástæða til að ráðast í allsherjarúttekt á starfsleyfum.

„Niðurstaðan var ekki gæfuleg. Hér á höfuðborgarsvæðinu var meira leyfislaust gistirými en á Hilton og Grand til samans,“ segir Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Hún segir að könnunin á gistirými hafi bæði verið gerð vegna stöðugra athugasemda um leyfislausa staði en ekki síst vegna þess að það liggi fyrir frumvarp á Alþingi um að gististaðir muni brátt þurfa að greiða gistináttagjald í umhverfisskyni.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »