Vísar ásökunum Guðrúnar á bug

Stefán Einar Stefánsson.
Stefán Einar Stefánsson.

Stefán Einar Stefánsson, frambjóðandi til formannskjörs VR, vísar því á bug að hafa afritað kjörskrá félagsins líkt og Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir, mótframbjóðandi hans, heldur fram. Guðrún Jóhanna hefur kært framboð Stefáns Einars og krefst þess að honum verði vikið úr framboði.

Stefán Einar segist hafa sent litlum hluta félagsmanna bréf með stefnumálum sínum. „Ég lagði upp í þá vinnu að taka nokkur nöfn út úr kjörskránni, eins og mér er að fullu heimilt, til að senda þessi gögn á. Það er ekki afritun.“ 

Aðspurður segir Stefán Guðrúnu Jóhönnu ekki hafa haft samband við sig áður en hún lagði kæruna fram.

Mbl.is fjallaði um málið fyrr í dag og sagði Guðrún Jóhönnu hafa kært framboð Stefáns vegna afritunar hans á kjörskrá. Þar átti að sjálfsögðu að standa „vegna meintrar afritunar.“ Mbl biðst afsökunar á rangfærslu fréttamanns. 

mbl.is

Bloggað um fréttina