MP banki skoðar opnun útibús á Suðurnesjum

Gunnar Karl Guðmundsson, forstjóri MP banka, staðfestir að bankinn sé að skoða möguleika í tengslum við opnun útibús á Suðurnesjum.

Að sögn Gunnars sér MP banki tækifæri til þess að komast inn á þann markað í kjölfar þess að Landsbankinn yfirtók SpKef-sparisjóð sem var reistur á grunni Sparisjóðsins í Keflavík sem fór í þrot. Þar með myndi MP banki feta í fótspor Byrs sem opnar nýtt útibú í Keflavík í dag. Í kjölfar yfirtöku Landsbankans réð Byr til sín fjóra lykilstarfsmenn SpKef til starfa og tilkynnti opnun nýs útibús.

Gamli sparisjóðurinn í Keflavík var með 50-60% markaðshlutdeild í bankaviðskiptum á Suðurnesjum. Sökum þess að töluverðrar óánægju gætti meðal viðskiptavina SpKef um þá ákvörðun stjórnvalda að láta Landsbankann taka sjóðinn yfir í stað þess að ríkissjóður legði til hans nýtt eigið fé hafa bankar séð tækifæri í því að hefja starfsemi á svæðinu.

Samkvæmt ársreikningi Sparisjóðs Keflavíkur fyrir árið 2008 námu innlán sjóðsins um 55 milljörðum króna en yfir tíu þúsund manns voru í viðskiptum við sjóðinnn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »