iPad-æði á Laugaveginum

Eins og sjá má var þó nokkur fjöldi saman kominn …
Eins og sjá má var þó nokkur fjöldi saman kominn í Apple-búðinni síðdegis. mbl.is/Árni Sæberg

Löng röð hefur myndast í Apple-búðinni við Laugaveg vegna komu hins nýja iPad. Á bilinu 600-700 manns hafa pantað sér eintak nú þegar og fá um fimm hundruð þeirra tæki í dag.

Að sögn Agnars Diego, sölumanns í búðinni, myndaðist biðröð um hálf fimm leytið. Opnað var fyrir sölu á slaginu fimm, en á fyrstu tíu mínútunum höfðu um fjörutíu manns tryggt sér eintak.

Nokkrar tegundir af iPad 2 eru til sölu og er verðið á bilinu 79 þúsund krónur til 150 þúsund krónur. Agnar segir að flestir hafi keypt dýrustu gerðina, en hún er með 64 gígabæta minni og býr yfir 3g-tækni.

Fyrstu pantanir bárust fyrir mánuði síðan. Þeir sem pöntuðu fyrst munu fá tækin fyrst í hendurnar. Agnar á von á því að öll fimm hundruð eintökin muni rjúka út í dag, en opið verður til átta í kvöld. Tæplega tvö hundruð manns þurfa að bíða eftir næstu sendingu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert