Íris Lind óákveðin um setu í stjórnlagaráði

Íris Lind Sæmundsdóttir, lögfræðingur.
Íris Lind Sæmundsdóttir, lögfræðingur.

„Ég hef ekki tekið neina formlega ákvörðun,“ segir Íris Lind Sæmundsdóttir, lögfræðingur, um hvort hún muni taka sæti í stjórnlagaráði sem tekur til starfa þann 6. apríl. Íris varð í 26. sæti í kosningum til stjórnlagaþings og náði því ekki kjöri þar eð stjórnlagaþingið áttu að skipa 25 manns. Þar sem Inga Lind Karlsdóttir þáði ekki sæti í stjórnlagaráði var leitað til Írisar.

„Mér barst formlegt boð um þetta núna rétt eftir hádegi og ég er bara að fara yfir stöðuna eins og hún er í dag [...] ég er að vinna í þessu í samráði við minn vinnustað þannig að þetta er allt í skoðun.“

Íris er nú stödd við vinnu í Lúxemborg en heldur heim seinnipartinn í dag og segist munu taka ákvörðun eins fljótt hægt sé.

Alls hafa 24 af þeim 25 einstaklingum, sem landskjörstjórn úthlutaði sæti í kosningu til stjórnlagaþings, þekkst boð Alþingis um að taka sæti í stjórnlagaráði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert