Kanada sér um lofrýmisgæslu við Ísland

Ein af F-4 flugvélum þýska lofthersins yfir Keflavíkurflugvelli.
Ein af F-4 flugvélum þýska lofthersins yfir Keflavíkurflugvelli. vf.is/Hilmar Bragi

Loftrýmisgæsla Atlantshafsbandalagsins við Ísland hefst á ný með komu flugsveitar kanadíska flughersins sunnudaginn 3. apríl.

Í frétt frá Landhelgisgæslunni segir að verkefnið sé í samræmi við loftrýmisgæsluáætlun NATO fyrir Ísland. Alls munu um 160 liðsmenn kanadíska flughersins taka þátt í verkefninu og koma þeir til landsins með 6 F18 orrustuþotur, auk eldsneytisflugvélar.

Gera má ráð fyrir aðflugsæfingum að varflugvöllum á Akureyri og Egilsstöðum 6. – 9. apríl.

Er þetta er í fyrsta sinn sem þjónusta íslenskra stjórnvalda vegna loftrýmisgæslu er í umsjón Landhelgisgæslu Íslands en um áramót bættust starfsmenn íslenska ratsjárkerfisins í hóp starfsmanna Landhelgisgæslunnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina