Myndvarpi breyttist í gróðurhús

Gallabuxur gærdagsins, úreltir myndvarpar, pípulagningarör, sælgætisdósir og annað verðlaust efni öðlast nýtt líf í höndum nemenda Háteigsskóla í Reykjavík, en þar standa nú yfir þemadagar þar sem áhersla er lögð á sjálfbærni og endurvinnslu.

Sköpunarverkin voru af ýmsum toga, meðal þess sem nemendur fengust við var hattagerð og gróðurhús voru útbúin úr aflóga myndvörpum og álþynnum úr loftljósum.

Nemendur útbjuggu einnig hljóðfæri úr fjölbreyttum efnivið og gallabuxur, sem enginn vill ganga í lengur, umbreyttust í fegurstu hliðartöskur í höndum krakkanna. 



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert