Borgarstjórn hefur skamman tíma til stefnu

Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir
Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir

Enn er verið að vinna úr þeim umsögnum sem bárust vegna tillagna starfshóps um sameiningu og breytingar á skólastarfi í Reykjavík og óvíst er hvenær þeirri vinnu lýkur.

Ekki hafa fengist ákveðin svör um með hvaða hætti litið verði til athugasemdanna. „Við erum að vinna úr þessum athugasemdum og verðum að því áfram út þessa viku en engar niðurstöður eru komnar í þá vinnu,“ segir Óttar Proppé, sem situr í menntaráði fyrir hönd Besta flokksins.

Allar umsagnirnar eru aðgengilegar á heimasíðu Reykjavíkurborgar. Það er sammerkt með umsóknunum að beðið er um lengri tíma og að foreldrar fái að skoða áhrif sameininganna betur.

Í Morgunblaðinu í dag segir Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, ákveðið stefnuleysi einkenna sameiningartillögurnar og bendir á að borgarstjórn sé að brenna inni á tíma eigi tillögurnar að ganga eftir.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert