Flugvél hæfði svan við flugtak á Ísafirði

Svanir á sundi á Reykjavíkurtjörn.
Svanir á sundi á Reykjavíkurtjörn. mbl.is/Sverrir

Dash-flugvél frá Flugfélagi Íslands hæfði svan á flugi við flugtak frá Ísafjarðarflugvelli í gærmorgun með þeim afleiðingum að svanurinn féll særður til jarðar.

Að sögn sjónarvotta, sem voru í hóp-kajakferð rétt við flugvöllinn, var flugvélin rétt búin að draga inn hjólin þegar svanurinn kom aðvífandi. Þeir sögðu jafnframt að aðeins hefði munað hársbreidd að svaninum tækist ekki að sveigja frá hreyfli vélarinnar.

Flugvélin skemmdist ekki og hélt áfram ferð sinni til Reykjavíkur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert