Tillagan fari fyrir þjóðfund

Frá þjóðfundi um málefni stjórnarskrárinnar.
Frá þjóðfundi um málefni stjórnarskrárinnar. mbl.is/Kristinn

Til greina kemur að leggja tillögur stjórnlagaráðs fyrir einhvers konar þjóðfund, að mati Róberts Marshall, alþingismanns og formanns allsherjarnefndar Alþingis.

Bæði alþingismenn og stjórnlagaráðsmenn hafa lagt til að þjóðin fái að tjá sig um tillöguna áður en hún fer til Alþingis, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Róbert sagði að stjórnlagaráð verði að gera tillögu um slíkt til Alþingis, sem hafi fjárveitingavaldið og geti ákveðið að láta kanna hug þjóðarinnar áður en tillagan fer til Alþingis sem er hið endanlega stjórnlagaþing. Hann benti á að fulltrúar á stjórnlagaþingi hafi verið þjóðkjörnir og því haft víðtækara umboð en fulltrúar í stjórnlagaráði, sem skipað er samkvæmt þingsályktun Alþingis.

„Þess vegna væri ágætt að fá einhvers konar aðkomu þjóðarinnar að niðurstöðunni,“ sagði Róbert. Hann kvaðst ekki meina að fram eigi að fara þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögu stjórnlagaráðs að breytingum á stjórnarskránni.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert