Stálhnífapör og leirtau í ruslið eftir notkun

Virðingu fyrir borðbúnaði skortir á háskólasvæðinu. Í einni ruslatunnu fundust …
Virðingu fyrir borðbúnaði skortir á háskólasvæðinu. Í einni ruslatunnu fundust 18 postúlínsbollar. mbl.is/Valdís Thor.

Rekstraraðilar matsölunnar Hámu á Háskólatorgi Háskóla Íslands íhuga nú að skipta út stálhnífapörum og leirtaui fyrir einnota plastborðbúnað.

Ástæðan er sú að gríðarlegur fjöldi hnífapara, bolla og jafnvel diska hefur horfið á hverju ári síðan Háma hóf rekstur í húsnæðinu. Fjölmörg dæmi eru um að fólk hendi þessum hlutum í ruslið eftir notkun.

„Stálhnífapör, postulín og allt þannig hverfur eiginlega hraðar en maður nær að snúa sér við og við erum í stökustu vandræðum með þetta,“ segir Rebekka Sigurðardóttir, upplýsingafulltrúi Félagsstofnunar stúdenta í Morgunblaðinu í dag. „Við erum búin að vera með Hámu í þessu húsi í rúm þrjú ár. Á þessu tímabili höfum við þurft að endurnýja algjörlega eða kaupa nýjar birgðir af hnífapörum nokkrum sinnum hvern einasta vetur.“ Rebekka nefnir einnig að postulínsbollar hafi verið endurnýjaðir árlega.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert