58,37% nei í SV-kjördæmi

Hafnarfjörður.
Hafnarfjörður. www.mats.is

Talningu í Suðvesturkjördæmi var lokið laust fyrir klukkan fjögur í nótt. Lokatölur þaðan voru að „Já“ sögðu 19.338 eða 41,63%. „Nei“ sögðu 27.110 eða 58,37%. Auðir seðlar voru 467, og ógildir seðlar voru 205.

Tekið skal fram að auðir seðlar teljast ógild atkvæði. Á kjörskrá voru 60562 en talin voru 47.120 atkvæði og kjörsókn því 77,8%.


mbl.is