Sterk rök okkar í Icesave

Jóhannes Sveinsson (t.h.) og Lárus Blöndal áttu sæti í Icesave-samninganefndinni.
Jóhannes Sveinsson (t.h.) og Lárus Blöndal áttu sæti í Icesave-samninganefndinni.

„Maður var farinn að búast við þessu undir það síðasta. Það er mitt mat að það hefði verið skynsamlegt að ljúka þessu með samningum. En úr því sem komið er verða menn að snúa bökum saman og gæta hagsmuna Íslands," segir Lárus Blöndal, hæstaréttarlögmaður, sem sat í samninganefnd Íslands um Icesave-málið.

- En hvað segir Lárus, sem var í kjölfar fyrri Icesave-samninga ötull talsmaður fyrir málsvörn Íslendinga í málinu, um framhaldið? Er hann bjartsýnn á það sem tekur við?

„Ég hef alltaf haldið því fram okkur beri ekki skylda til að borga þetta. Það hefur ekkert breyst. Hins vegar geri ég mér grein fyrir því að það er áhætta í þessu.

Fyrst og fremst voru það viðbrögð umhverfisins, Evrópusambandsþjóða og Norðurlandaþjóða og það hvernig þetta mál hefur þróast, sem fékk mann til að líða betur með að ljúka málinu með tiltölulega góðum samningi, en að ljúka því með dómsmáli. En nú þurfa Íslendingar að nota öll þessi rök, meðal annars þau sem við Stefán Már Stefánsson höfum gert grein fyrir, og reyna að hafa sigur í málinu. Ekkert annað kemur til greina," segir Lárus.

Fyrsta verkið verður að svara áminningarbréfi ESA, Eftirlitsstofnunar EFTA, sem hún sendi íslenskum stjórnvöldum í maí í fyrra. Þá gaf hún tveggja mánaða frest til að svara en tók jafnframt fram að ef málið yrði leyst með samningum tæki stofnunin ekki til frekari aðgerða.

Í bréfinu sagði stofnunin Ísland skuldbundið til að greiða lágmarkstrygginguna í samræmi við tilskipun um innstæðutryggingar, en brotið hefði verið gegn henni með því að gera greinarmun á innistæðueigendum í íslenskum útibúum banka og útibúum þeirra erlendis.

Lárus segist telja að bréfinu verði svarað mjög fljótlega, enda vinna við það langt komin. ,,Það liggur ekki fyrir ákvörðun hjá ESA. En miðað við efni bréfsins er líklegt að þetta verði niðurstaðan. Fari þetta í framhaldinu fyrir EFTA-dómstólinn myndi ég halda að hann skili niðurstöðu fyrir lok næsta árs, jafnvel fyrr.

Viljum standa við skuldbindingar okkar - en fá úr því skorið hverjar þær eru

- En hver eiga að vera skilaboð okkar Íslendinga til umheimsins í framhaldi af þessari niðurstöðu?

„Það er skynsamlegt að leggja áherslu á það, sem ég hef heyrt að bæði ríkisstjórnin og forsetinn eru að gera, að auðvitað munu menn fá greitt út úr búinu miklar fjárhæðir. Alls ekki má túlka þetta þannig að Bretar og Hollendingar sitji uppi með þetta tjón að fullu, eins og kannski má skilja sumar umsagnir í erlendum fjölmiðlum.

Síðan þarf auðvitað að gera grein fyrir því að við séum ekki að hafna því að efna okkar skuldbindingar, heldur fremur það að við viljum láta skera úr um hverjar þær eru. Við erum í raun að fara þá leið sem réttarkerfið gerir ráð fyrir. Ekki á að sjá þetta í neinu öðru ljósi," segir Lárus.

Hann segir það skipta gríðarlegu máli í deilunni sem framundan er, að allar kröfur vegna Icesave hafi verið gerðar að forgangskröfum. Það takmarki mögulegt tjón Íslendinga af málinu, en geri einnig ásýnd okkar gagnvart umheiminum mun betri.  Á sama tíma og málið verður rekið fyrir dómstólum verði háar fjárhæðir greiddar til Breta og Hollendinga.

„Það hefði ekki gerst nema vegna þess að þetta eru orðnar forgangskröfur í búið. Þannig að bæði móralskt og lögfræðilega skiptir þetta gríðarlegu máli, að gripið var til þessara ráðstafana á sínum tíma."

Lárus segir tvímælalaust hægt að svara áminningarbréfi ESA með sterkum lagarökum.

„Ég var alveg ósammála þessari uppstillingu í bréfinu. Menn eru annars vegar að byggja á því að það sé ríkisábyrgð á innistæðum, eða ,,obligation of result" sem þeir kalla, það er bara annað orð yfir ríkisábyrgð. Ég tel að það eigi ekki við nein rök að styðjast og sé reyndar beinlínis í ósamræmi við samkeppnisreglur Evrópusambandsins sjálfs. Því ef um slíka ábyrgð væri að ræða þá væri samkeppnisstaða banka mjög ójöfn eftir því hvaða land væri bakhjarl hvers banka.

Hægt er að taka sem dæmi að menn vildu þá miklu frekar eiga viðskipti við banka sem hefði þýska ríkið sem bakhjarl, en þann banka sem hefði íslenska ríkið á bak við sig. Þar með er komin upp sú staða að menn geta ekki keppt á jafnræðisgrundvelli.

Svo er hitt sem varðar það að menn hafi brotið gegn jafnræðisreglu. Maður er hræddari við þann hluta málsins. En það er hægt að færa rök fyrir því að þetta hafi verið eðlileg aðgerð og að hún byggist á neyðarréttarsjónarmiðum sem hafi verið til staðar á þessum tíma. Þetta er þó veikari hlutinn af málinu frá okkar sjónarhóli.“

- Er vandasamt mál að færa rök fyrir neyðarrétti og skortir kannski reynslu af því meðal íslenskra lögfræðinga?

„Ég held að það sé nú töluvert af góðum mönnum til þar. Þetta er engin sérstök grein innan lögfræðinnar, en auðvitað verður leitað eftir ráðgjöf eftir því sem þurfa þykir. Hagsmunirnir eru það miklir að það hlýtur að borga sig. Auðvitað kostar erlend ráðgjöf mikið, en það getur líka verið mjög dýrt að neita sér um hana. Varðandi neyðarréttarsjónarmiðin tel ég þó ekki endilega meiri þörf á erlendri ráðgjöf þar en um aðra þætti málsins.

Sem betur fer, þá lenda menn ekki oft í svona áföllum . Auðvitað er það þannig að hægt er að deila um það hversu langt menn eiga að ganga í svona stöðu. Var til dæmis nauðsynlegt að tryggja allar innistæður? Eða hefði átt að tryggja aðeins lágmarksinnistæðurnar, eða upp að einhverri annarri fjárhæð?"

Hefur verið komið að máli við þig um að koma meira að þessu máli?

„Nei, það er ekki. Og ég býst ekki við því að svo verði," segir Lárus.

mbl.is

Innlent »

Kalt um allt land á morgun

22:32 Kalt verður á öllu landinu á morgun en spár gera ráð fyrir allt að tólf gráðu frosti. Áttin verður norðlæg eða breytileg, 8-15 metrar á sekúndu og víða léttskýjað. Meira »

Gjafagjörningur dæmdur ólöglegur

22:03 Sala hjóna á fasteign í Garðabæ árið 2011 sem var í sameiginlegri eigu þeirra og kaup samdægurs á annarri eign sem var alfarið í eigu konunnar var samkvæmt héraðsdómi gjafagjörningur í þeim tilgangi að koma eignum undan banka sem hafði lánað manninum rúmlega 80 milljónir til að byggja fyrra húsið. Meira »

„Þetta birtist ekki allt í einu einn daginn“

21:26 Borgarlínan er langtímaverkefni og enn á undirbúningsstigi segir Hrafn­kell Á. Proppé, svæðisskipulagsstjóri hjá Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, sem kynnti verkefnið og forsendur þess á fundi á vegum Hafnarfjarðarbæjar í dag. Meira »

Laus úr vaðhaldi en er í farbanni

21:24 Karlmaður, sem úrskurðaður hafði verið í gæsluvarðhald til til 9. fe­brú­ar á grund­velli al­manna­hags­muna í tengslum við skipulagða brotastarfsemi, er laus úr varðhaldi. Landsréttur sneri úrskurði héraðsdóms en maðurinn var þess í stað úrskurðaður í farbann. Meira »

Minnisvarði kom til bjargar í hálkunni

20:41 Ökumaður bifreiðar missti stjórn á bifreið sinni í hálku á veginum við Neðri-Staf á leiðinni til Seyðisfjarðar í gær með þeim afleiðingum að bifreiðin endaði á minnisvarða sem stendur í beygjunni við veginn. Meira »

Undirbúa opnun neyslurýma

19:58 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur sett af stað vinnu í velferðarráðuneytinu til að undirbúa opnun neyslurýma fyrir langt leidda vímuefnaneytendur. Neyslurými sem þessi eru þekkt úrræði erlendis og byggjast á hugmyndafræði skaðaminnkunar. Meira »

Tekst á við fyllibyttuna og dópistann

19:23 Við trúðum þessu varla þegar við fengum að vita að myndin okkar hefði verið valin til sýningar á Berlinale, aðalkvikmyndahátíðinni hér í Berlín. Hún er stór og alþjóðleg, ein af A-hátíðunum í heiminum. Þetta er gríðarlega góð kynning fyrir myndina okkar.“ Meira »

Nauðgað af íþróttamanni og fékk samfélagið á móti sér

19:27 „Af því að hann var svo flottur og mikil fyrirmynd í sinni íþrótt og landsliðsmaður, þá var þetta allt mér að kenna,“ segir Embla Kristínardóttir, leikmaður Íslands- og bikarmeistara Keflavíkur í körfuknattleik, en hún hefur stigið fram og sagt frá því þegar fullorðinn frjálsíþróttamaður nauðgaði henni. Meira »

Grunur um íkveikju í Stardal

19:18 Lögregluna grunar að kveikt hafi verið í bænum Stardal á Mosfellsheiði í byrjun janúar. Bærinn brann til kaldra kola að morgni laugardagsins 6. janúar. Ekki var föst búseta á bænum og hafði ekki verið í nokkur ár. Meira »

30 kílómetrar malbikaðir í fyrra

19:14 Malbikað var fyrir tæpar 1.300 milljónir króna í Reykjavík á síðasta ári. Fyrir það fengust 30 kílómetrar af malbiki sem er um 7,1% af heildarlengd gatnakerfisins. Meira »

Reyndi að smygla stinningarlyfi til landsins

18:57 Karlmaður var í gær dæmdur í 30 daga skilorðsbundið fangelsi í Héraðsómi Reykjavíkur fyrir að hafa reynt að smygla 2.1999 stykkjum af stinningarlyfinu Kama­gra til landsins. Meira »

Fimm áskrifendur til Stokkhólms

18:40 Fimm heppn­ir áskrif­end­ur Morg­un­blaðsins unnu ferð fyr­ir tvo til Stokkhólms í gær en þá var dregið í annað sinn af tíu úr áskriftarleik Árvakurs og WOW air. Meira »

Rannsókn á leka úr Glitni hætt

18:02 Rannsókn á leka úr Glitni banka hefur verið hætt af hálfu embætti héraðssaksóknara. Fjár­mála­eft­ir­lit­ið kærði gagnaleka úr þrota­búi Glitn­is í október í fyrra. Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari staðfestir í samtali við mbl.is að rannsókn hafi verið hætt, en Rúv greindi frá málinu fyrr í dag. Meira »

„Íslandsmet í tollheimtu“

17:55 Niðurstaða Hæstaréttar þess efnis að ríkinu hafi verið heimilt að leggja 76% toll á franskar kartöflur á árunum 2010-2014 eru Félagi atvinnurekenda mikil vonbrigði. „Allur málflutningur íslenska ríkisins í þessu máli er afar öfugsnúinn,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri FA. Meira »

Arnar Þór aðstoðar Ásmund

17:14 Ásmundur Einar Daðason félags- og jafnréttismálaráðherra hefur ráðið Arnar Þór Sævarsson, fráfarandi sveitarstjóra á Blönduósi aðstoðarmann sinn í velferðarráðuneytinu. Meira »

Viðraði áhyggjur vegna lánveitinga

18:01 Ákæruvaldið og verjendur í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis greinir á um það hvort eðlismunur sé á sjálfvirkum pörunarviðskiptum í Kauphöllinni og tilkynntum viðskiptum, svokölluðum utanþingsviðskiptum. Innri endurskoðandi Glitnis viðraði áhyggjur af háum lánum til lykilstarfsmanna í júlí árið 2008. Meira »

Fundað um borgarlínu í beinni

17:25 Fyrsti opni íbúa- og kynningarfundur um borgarlínu, nýtt kerfi almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu, fer fram í dag í Hafnarborg í Hafnarfirði. Hér er hægt að fylgjast með beinu streymi frá fundinum. Meira »

Þyrlan sótti slasaðan vélsleðamann

17:08 Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð til um miðjan daginn en sækja þurfti slasaðan vélsleðamann skammt suður af Klukkuskarði. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Nokkrar notaðar saumavélar til sölu !!
Nokkrar tegundir, ýmsar gerðir. Allar ástandsskoðaðar og prófaðar af fagmanni. V...
Rúmteppastandur
Rúmteppastandur Mjög flottur rúmteppastandur á svaka góðu verði, aðeins kr. 3.50...
 
L helgafell 6018011719 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6018011019 VI Mynd af au...
L edda 6018011619i
Félagsstarf
? EDDA 6018011619 I Mynd af auglýsin...
Lausafjáruppboð
Nauðungarsala
Lausafjáruppboð Einnig birt á www.naud...
Styrkir 2018
Styrkir
Styrkir til verkefna í þágu barna á...