Hæsta greiðsla í sögu Íslands

Ólafur Ragnar Grímsson.
Ólafur Ragnar Grímsson. mbl.is/Árni Sæberg

Bretar og Hollendingar fá á næstu mánuðum 7-9 milljarða bandaríkjadala úr þrotabúi Landsbankans. Það er hæsta greiðsla sem um getur í sögu Íslands. Þetta kom fram í fyrlrlestri Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands á ársþingi stjórnunarstofnunar í dönsku atvinnulífi.

Um 700 stjórnendur í dönskum fyrirtækjum og sendiherrar erlendra ríkja sækja ársþingið sem haldið er í Kaupmannahöfn. Forsetinn sagði einnig að auðlindir Íslands, fiskistofnar, hrein orka, forðabúr vatns og náttúrufegurð séu öflugur grundvöllur undir hagþróun komandi ára.

Forsetinn fjallaði um lærdómana sem draga má af reynslu síðustu ára, bæði með tilliti til bankahrunsins á Íslandi og í alþjóðlegu samhengi. Hann gerði grein fyrir því hvernig íslenskt atvinnulíf er að sækja í sig veðriðö hraðar og á árangursríkari hátt en búist var við þegar bankarnir hrundu.

Ólafur Ragnar nefndi dæmi um burðarfyrirtæki í ferðaþjónustu, sjávarútvegi, lyfjaframleiðslu, stoðtækjum, upplýsingatæknin, hönnun og fleiri greinum sem væru að ná afar góðum árangri.

Þá sagði hann athyglisvert að erlend stórfyrirtæki eins og Rio Tinto, Alcoa og Century Aluminium vildu öll auka fjárfestingar sínar á Ísland. Í því fælist mikil traustsyfirlýsing.

Ræða forseta Íslands á ársþingi Félags danskra stjórnenda

mbl.is