MR vann Morfís

Lið MR vann Morfís
Lið MR vann Morfís mbl.is/Golli

Menntaskólinn í Reykjavík bar sigur úr bítum í Morfís, mælsku og rökræðukeppni framhaldsskólanna nú í kvöld.

Lið MR atti kappi við lið MS fyrir fullu húsi í Háskólabíó. Umræðuefnið var frjálshyggja og mælti lið MR með frjálshyggju en lið MS á móti. 

MR hlaut 2599 stig en MS hlaut 2533 stig.

Ræðumaður Íslands var einnig valinn en hann kemur úr liði MS og heitir Þórir Freyr Finnbogason.

mbl.is