Fimm ráðsfundir fyrir páska

Frá fyrsta fundi Stjórnlagaráðs.
Frá fyrsta fundi Stjórnlagaráðs. mbl.is/Golli

Frá því að Stjórnlagaráð var sett 6. apríl sl. hafa fjórir fundir verið haldnir. Á þeim hafa m.a. formenn ráðsins verið kosnir, starfsreglur ráðsins og tillaga að fyrsta áfangaskjali verið samþykktar, auk tillögu um óformlega starfshópa.

Síðasti ráðsfundur fyrir páska verður á morgun, þriðjudag, og hefst kl.13. Til umræðu eru m.a. tillaga stjórnar um tölu nefnda og verkaskiptingu þeirra og kosning nefndaformanna og varamanna þeirra.

Hægt er að fylgjast með útsendingum frá fundum Stjórnlagaráðs á vef ráðsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert