Hefur beðið Siv afsökunar

Helgi Sigurðsson, teiknari, hefur beðið Siv Friðleifsdóttur, alþingismann, persónulega afsökunar á teikningu, sem birtist í Morgunblaðinu á laugardag. 

Þetta kemur fram í eftirfarandi yfirlýsingu, sem Helgi hefur sent mbl.is:

Myndlíking skekur veruleikann!

Í teikningu sem birtist í blaðinu á laugardag var dregin upp mynd af alþingiskonunni Siv Friðleifsdóttur í samhengi sem skaðað gæti persónu hennar og hefur undirritaður beðið þingkonuna persónlega afsökunar. Teikningin er myndlíking og ætlunin var ekki að meiða heldur setja fram beitta ádeilu og skemmta lesendum.

Helgi Sigurðsson, teiknari.

mbl.is