Nýr formaður Geðhjálpar

Björt Ólafsdóttir.
Björt Ólafsdóttir.

Björt Ólafsdóttir var kjörin formaður Geðhjálpar um helgina. Tekur hún við af Sigursteini Mássyni sem núna gengur úr stjórn eftir 12 ára aðkomu að starfsemi Geðhjálpar. 

Á aðalfundi Geðhjálpar voru jafnframt kosnir þrír nýir aðalmenn, þær Auður Geirsdóttir, Auður Styrkársdóttir og Bjarney Lúðvíksdóttir.  Þá voru Eva Hrönn Árelíusdóttir og Garða Sölvi Helgason kjörin varamenn í stjórn til tveggja ára og Erna Arngrímsdóttir til eins árs.

Björt Ólafsdóttir er stjórnunarráðgjafi hjá Capacent. Í tilkynningu segir, að Björt þekki vel til geðheilbrigðismála, einkum málefna barna og unglinga af starfi foreldra hennar á Torfastöðum í Biskupstungum og sem starfsmaður geðdeilda Landspítalans um árabil.

Björt er með meistaragráðu í mannauðstjórnun frá Lundarháskóla í Svíþjóð og með B.A gráðu í sálfræði og kynjafræði frá HÍ. Hún leggur auk þess stund á meistaranámi heilsuhagfræði við HÍ.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert