Funda um stöðu samningamála

Leita á leiða til að koma viðræðum ASÍ og SA …
Leita á leiða til að koma viðræðum ASÍ og SA í gang á nýjan leik í dag. mbl.is/Kristinn

Óvissa er um hvenær kjaraviðræður komast í gang á nýjan leik. Framkvæmdastjórn Samtaka atvinnulífsins fundar í hádeginu og samninganefnd ASÍ ætlar að fara yfir stöðuna í Karphúsinu kl. 13:30.

Reiknað er með að skýrast muni eftir þessa fundi hvort og þá með hvaða hætti viðræður hefjast á milli ASÍ og SA. Sáttafundur hefur verið boðaður í deilu SA og Starfsgreinasambandsins kl. 15 í dag.

„Við reiknum með því að við munum hitta ASÍ mjög fljótlega en það er ekki búið að ákveða fundartíma og verður sjálfsagt ekki fyrr en eftir að við höfum fundað með Starfsgreinasambandinu,“ segir Vilmundur Jósefsson, formaður SA.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert