Páskasalan hjá ÁTVR minni en í fyrra

Sala áfengis í vínbúðum ÁTVR í páskavikunni var 462 þúsund lítrar en var 507 þúsund lítrar í páskavikunni í fyrra. Er þetta 8,8% samdráttur.

Alls komu 85.109 viðskiptavinir í vínbúðirnar í páskavikunni eða 6% færri en í páskavikunni 2010 þegar 90.541 viðskiptavinur kom í verslanir ÁTVR.

mbl.is