Enginn veit hvaða tekjur verða til að greiða niður lán

Fallegur haustdagur í Keflavík.
Fallegur haustdagur í Keflavík. mbl.is/Arnór

„Á meðan stjórn sjávarútvegsmála er í uppnámi og enginn veit hvað tekur við er erfitt að ætla mönnum að setja upp rekstraráætlanir og ákveða hvernig eigi að greiða niður lánin,“ segir Halldór Ármannsson, skipstjóri og útgerðarmaður smábáta.

Viðskiptabankarnir eru að skoða meðalstór og smá fyrirtæki, meta rekstur þeirra og möguleika til skuldbreytingar og endurgreiðslu lána, meðal annars samkvæmt samræmdum reglum sem nefndar hafa verið „beina brautin“.

„Mér skilst að bankarnir muni gera mönnum tilboð og þá þurfa þeir að meta það hvort þeir sjái sér fært að borga af lánunum,“ segir Halldór sem á sæti í stjórn Landssambands smábátaeigenda og er formaður svæðisfélagsins á Reykjanesi.

Halldór segir ekki hægt fyrir útgerðarmenn smábáta að gera áætlanir um framtíðina og þar með endurgreiðslu lána, vegna óvissunnar í sjávarútvegsmálum. „Við höfum ekki hugmynd um hverjar tekjurnar verða eða hvort þær verða nokkrar ef aflaheimildirnar verða teknar af okkur. Ríkisstjórn og Alþingi vita það ekki einu sinni sjálf hvernig sjávarútvegurinn á að vera,“ segir Halldór.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert