Fékk frest til mánaðamóta

Björn Valur Gíslason.
Björn Valur Gíslason.

Björn Valur Gíslason, alþingismaður, óskaði eftir því við lögmann Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, alþingismanns,  að fá frest til 1. maí til að bregðast við kröfu Guðlaugs Þórs um að hann dragi ummæli á bloggvef til baka og biðjist afsökunar.

Björn Valur sagði frá bréfi lögmanns Guðlaugs Þórs á bloggvef sínum í dag og birtir það.

Bréfið er dagsett 11. apríl en þar kemur fram, að Björn Valur fái 5 daga frest til að biðjast afsökunar og draga ummælin til baka en ella muni Guðlaugur Þór höfða meiðyrðamál. Sá frestur hefur verið lengdur. 


mbl.is