Icesave tengt ESB-aðildarviðræðum

mbl.is/Ómar

Fram kom í máli tveggja Evrópuþingmanna á fundi sameiginlegrar þingmannanefndar Íslands og Evrópusambandsins í fyrradag að þeir tengja lausn Icesave-deilunnar ESB-aðildarviðræðum Íslands.

Í fréttaskýringu um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir, að þannig muni Søren Bo Søndergaard hafa sagt á fundinum: „Icesave tengist ESB-aðild. Það er bara raunveruleikinn.“

Þar kom einnig fram, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins, að Evrópuþingmennirnir lögðu áherslu á að hraðað yrði styrkingu stofnanakerfis íslensks landbúnaðar, þannig að hann standist regluverk Evrópusambandsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: