Segir lífeyrissjóðina vera of stóra

LIlja Mósesdóttir alþingismaður.
LIlja Mósesdóttir alþingismaður. mbl.is/Kristinn

„Fyrir hrun tóku lífeyrissjóðir þátt í að fjármagna áhættusamar fjárfestingar útrásarvíkinganna. Eftir bankahrun liggja háar upphæðir í eigu lífeyrissjóðanna inni á bankabókum vegna skorts á fjárfestingatækifærum, segir Lilja Mósesdóttir, alþingismaður, á Facebook-síðu sinni í dag. Hún segir að fyrir vikið sé mikill þrýstingur af hálfu lífeyrissjóðanna til þess að fjárfesta erlendis.

„Ef það gerðist, þá mundi gengi krónunnar hrynja. Þess vegna er gjaldeyrishöftum viðhaldið. Lífeyrissjóðirnir eru of stórir!“ segir Lilja.

Facebook-síða Lilju Mósesdóttur

mbl.is