Stál í stál í viðræðum

Samningamenn ræða málin í Karphúsinu.
Samningamenn ræða málin í Karphúsinu. mbl.is/Golli

Forystumenn Alþýðusambands Íslands hafna hugmyndum Samtaka atvinnulífsins um að gera kjarasamninga til þriggja ára, á grundvelli yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar um aðgerðir til að greiða fyrir slíkum samningum.

Verkalýðsforingjar fagna baráttudegi verkalýðsins 1. maí með hótunum um allsherjarverkfall sem gæti hafist 25. maí.

Framkvæmdastjórn SA ákvað í gærmorgun að láta reyna á vilja ASÍ og landssambanda til þess að ljúka gerð þriggja ára kjarasamnings með svokölluðum aðfararsamningi til 15. júní næstkomandi en hann felur í sér 50 þúsund kr. eingreiðslu.

Féllu þessar hugmyndir í grýttan jarðveg hjá forystu ASÍ og á sáttafundum SA og landssambanda. Félögin halda fast við að gengið verði til samnings sem gildi fram á næsta ár og launataxtar verði hækkaðir nú þegar.

Mörg sambönd iðnaðarmanna vísuðu í gær kjaradeilum til ríkissáttasemjara eftir árangurslausa fundi með SA.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert