Grillveður fyrir austan

Í sundlauginni á Egilsstöðum. Úr myndasafni.
Í sundlauginni á Egilsstöðum. Úr myndasafni. mbl.is/Steinunn

Grillveður var á Egilsstöðum um helgina að sögn lögreglunnar á staðnum. Hitinn fór í ríflega 12 gráður á Celsíus í dag og segir lögreglan að vorið sé óvenju snemma á ferð.

Birkitré hafa laufgast og eru börnin lengur úti við þegar vel viðrar.

Þá segir lögreglan að bensínfóturinn þyngist þegar hitinn nær þessum hæðum en spáð er að hann verði hæstur 16 gráður á morgun.

mbl.is

Bloggað um fréttina