30 milljónir í nýsköpun kvenna

Bragðað á nýsköpuðu íslensku góðgæti.
Bragðað á nýsköpuðu íslensku góðgæti. mbl.is/Eggert

Markaðssetning á hlývatnsfiski, vöruþróun á brúðunni RóRó fyrir börn með svefnvandamál, fræðandi púsluspil um íslenska náttúru og dýralíf og fréttagátt á pólsku.

Þetta voru þau fjögur verkefni sem skoruðu hæst við úthlutun styrkja til 42 verkefna í atvinnumálum kvenna. Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra afhenti þessa styrki við athöfn í Sjóminjasafninu í Reykjavík sl. föstudag.

Í ár bárust 338 umsóknir hvaðanæva af landinu og hafa aldrei verið fleiri. Alls voru 30 milljónir króna til úthlutunar. Guðbjartur sagði við athöfnina að fjöldi umsókna um styrki og fjölbreytni verkefnanna sýndi að mikill kraftur væri í nýsköpun kvenna, sem mikilvægt væri að styrkja og styðja.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert